Úrval - 01.07.1966, Side 112
110
ÚRVAL
gegn hættu, eins og átti sér stað með
Tielhard de Chardin; eða að minnsta
kosti verði öllum skriftafeðrum
gefið vald til að veita sérhverjum
undanþágu.
Á sviði bókmennta ættu skýlaus
kirkjulög ekki að vera strangari
en hin náttúrlegu guðlegu lögmál,
að forðast beri hvert það tilefni, sem
orðið geti trú og siðgæði til falls.
Það er mjög erfitt fyrir guðfræð-
inga að verða þess umkomnir að
gagnrýna bókmenntir. Er þeir reyna
það, hættir þeim til að vekja virð-
ingarleysi fyrir lögum, að breikka
bilið á milli kirkjunnar og mennta-
mannannna, að rugla góðviljaða
menn, og kvelja hina efagjörnu.
TlMANS TÖNN
1 Borginni Rheims i Frakklandi tók kráreigandi eitt sinn sem oftar
kampavínsflösku fram úr vínkjallara sínum og opnaði hana. Þegar
hann tók umbúðirnar utan af henni, fann hann þar mynd af stúlku og
orðsendingu, er hljóðaði svo: „Vill sá, sem drekkur þetta kampavín
og finnur myndina af mér, gjöra svo vel að skrifa mér? Ég er 17 ára
og er að leita mér að eiginmanni." Kráreigandinn sendi henni svarbréf,
og við því fékk hann svohijóðandi svar: „Æ, kampavíninu var því mið-
ur tappað á flöskuna árið 1956. Vín getur auðveldlega beðið og elzt,
án þess að það eigi nokkuð á hættu, nema síður sé, en það getur kona
aftur á móti ekki.“ N.W.
Tilkynning í skemmtigarði í Melbourne: „Sektin fyrir að ganga á
grasinu er 2 shillingar fyrir mann. Afsláttur fáanlegur fyrir stóra hópa.“
The Evening Nevis
GLATAÐUR TÍMI ENDURUNNINN
Vinur minn, sem fór i skemmtiferð á vöruflutningaskipi og er nú ný-
kominn heim, skýrði mér frá þvi, að máltíðirnar um borð hafi verið
snæddar óvenjulega snemma og hafi það verið vegna kjarasamninga
sjómannafélagsins eða af einhverjum slíkum ástæðum. Morgunverður
var klukkan 7, hádegismatur klukkan 11 og kvöldmatur klukkan 5.
Farþegarnir voru mjög hissa á þessu fyrirkomulagi, en skipstjórinn gat
ekkert gert í málinu. En á öðrum degi siglingarinnar fann vinur minn
lausnina. Hann bað farþegana um að flýta úrum sínum um tvær stund-
ir. „Og eftir þetta," sagði hann, „snæddum við morgunverð klukkan
9, hádegismat klukkan 1 og kvöldmat klukkan 7. Og allir voru ánægð-
ir." N.M.