Úrval - 01.07.1966, Síða 116
114
ÚRVAL
Boston. „Það má ekki mikið af því
fara til spillis, og það má ekki bæta
miklu við.“ Blóðið í hjartalungna
áhaldinu reyndist oft meira en í
sjúklingnum. Margt ungbarnið var
svo langt leitt að það lifði ekki af
aðgerðina.
í dag á Barnaspítalinn gríðar stór-
an stálgeymi, með kýraugum og
loftþéttum hurðarhlerum. Inni í
honum er fullkomin skurðstofa
Á meðan stendur á aðgerð á bláu
barni, er lofti dælt í geyminn og
loftþrýstingurinn aukinn upp í tvær,
þrjár og jafnvel fjórar venjulegar
loftþyngdir. Þessi aukni þrýstingur
í þessum háþrýstiklefa, þrýstir súr-
efni inn í blóð barnsins. „Vér getum
aukið súrefnismettunina úr 25% og
allt upp í 70—80%,“ segir dr. Bern-
hard „og það dregur úr áhættunni
fyrir barnið.“
Á þeim þrem árum, sem geymir-
inn hefur verið notaður, hafa yfir
80% af þeim 150 ungbörnum, sem að
gerð hefur verið gerð á, lifað hana
af. Áður voru þau innan við 60%.
Nú eru 6 slíkir háþrýstiklefar í
sjúkrahúsum víðsvegar um landið.
Um 5 milljónir manna í Banda-
ríkjunum hafa of háan blóðþrýst-
ing; 200 þúsund deyja árléga úr
slagi og 75 þúsund til viðbótar
deyja úr hjartabilun af hans völd-
um. Mönnum hefur aukizt skiln-
ingur á háum blóðþrýstingi, en mik-
ið skortir þó enn á fulla þekkingu.
Læknar kunna nú betri ráð til
að halda honum í skefjum, og ný
lyf geta lækkað hann samstundis.
Stundum nægir breyting í fæði.
Sá hjartasjúkdómur, sem valdið
hefur flestum dauðsföllum, mest
hefur verið rannsakaður með
minnstum árangri og mest er um-
deildur enn sem komið er, er krans-
æðastíflan. Um það bil 95% allra
hjartveikiskasta stafa af æðakölk-
un. Sá sjúkdómur ræðst ekki á sjálft
hjartað, heldur kransæðarnar, sem
næra og flytja blóð til hjartans. Með
árunum myndast í himnunni, sem
klæðir æðarnar að innan, gulleitar
fitufrumur, sem mynda óreglulegar
upphleyptar rákir og skellur. Slík
þykkildi (plaques) myndast einnig
víðar í æðakerfinu. í heilaæðum
valda þau oft slagi þegar æð stífl-
ast. Veggir slagæðanna harðna
smám saman, þykkna og þrengjast
innra borðið verður hrufótt og þar
geta myndazt blóðstorkur, eða
stöðvazt þar blóðstorkur, sem ber-
ast með blóðinu frá öðrum stöðum
í blóðrásinni.
Að lokum verður æðin of þröng
til þess að flytja nægilegt blóð-
magn eða stíflast alveg af blóð-
storku. Sá hluti hjartavöðvans, sem
æðin nærir, fær nú enga næringu
og deyr. Sjúklingurinn fær sáran
sting fyrir hjartað og getur misst
meðvitund. Sé það stór hluti hjarta-
vöðvans, sem missir næringu, deyr
sjúklingurinn (verður bráðkvadd-
ur). 500000 manns deyja á ári hverju
af þessum sökum.
Áður fyrr héldu læknar að æða-
kölkun væri óumflýjanlegur fylgi-
fiskur ellinnar. En rannsóknir hafa
sýnt, að svo er ekki. Krufning á
300 hermönnum í Koreu (meðal-
aldur 22 ár) sýndi, að 75% þeirra
höfðu byrjandi æðakölkun. Æða-
þykkildi hafa fundizt allt niður í
12 ára aldur. Hins vegar hefur fund-