Úrval - 01.07.1966, Síða 118
116
Japanir flytja til Bandaríkjanna og
taka upp sams konar fæði og þar er
yfirleitt notað, verður hjartveiki
jafn tíð hjá þeim eins og Banda-
ríkjamönnum. í síðari heimsstyrj-
öldinni, þegar lítið var uf feiti í
Noregi og Hollandi, lækkaði dánar-
talan af hjartveiki mjög verulega,
þrátt fyrir erfiðleika styrjaldarinn-
ar. í Danmörku, þar sem enginn
feitisskortur varð, hélzt dánartalan
jafn há.
Margir bandarískir læknar gera
nú skipulega leit að fólki, sem hafa
þau einkenni, sem venjulega finnast
við byrjandi hjartveiki og eru í
ÚRVAL
yfirvofandi hættu, og reyna að draga
úr hættunni.
Með áframhaldandi rannsóknum
aukast líkurnar fyrir því, að grund-
vallarorsök flestra hjartasjúkdóma
finnist og útlitið verði bjartara. Dr.
Stamler segir: „Á fimmta áratug
aldarinnar hætti dánartalan að
hækka í fyrsta sinn á rúmum 30 ár-
um. Snemma á sjötta tugnum tók
hún síðan aðeins að lækka, og á ár-
unum 1950—59 lækkaði hún greini-
lega hægt en stöðugt, svo að ástæða
er til vaxandi bjartsýni. Enn er
tollurinn hár, en vera má, að komið
sé yfir hæsta hjallann.“
GÓÐ HÚSHJÁLP
Við systurnar höfum alltaf átt erfitt með að halda öllu snyrtilegu
á heimilum okkar, þvi að krakkarnir okkar hafa óðara aflagað allt,
sem við höfum lagað: Við vorum því allar steinhissa á þvi, að yngsta
systir okkar virtist ekki eiga í neinum vandræðum með að halda bæði
heimili sinu og börnum hreinum og snyrtilegum.
Dag einn spurði ég hana um leyndarmálið. Hún svaraði alvarleg í
bragði: Sko, þegar ég fer á fætur á morgnana, segi ég við sjálfa
mig: Ei hún tengdamamma ræki nú inn höfuðið í dag?“ Og sú hugs-
un virðist veita mér nægilega orku til þess að ljúka því, sem Ijúka Þarf
þann daginn." J.8.
Fjölskyldumeðlimirnir virtust aliir vera önnum kafnir við mismun-
andi þýðingarmikil viðfangsefni, þótt mamma byrjaði að gera vegg-
ina hreina. „Jæja,“ sagði hún við kvöldverðinn í borðkróknum, „Nú er
ég búin með fjóra veggi og er byrjuð á loftinu.“ Við góndum öll upp í
eldhúsloftið til þess að dást að handbragði hennar, eins og okkur bar
að gera, og Þar gat að líta þetta neyðarkall, letrað drifhvitum stöfum
i óhreint loftið: „HJÁLP!" Florence Horner
Hráefnin í lífshamingjuna eru öllum gefin, en við erum sjálf látin
um að blanda þeim saman og hræra í.