Úrval - 01.07.1966, Side 125
SAMUEL BECKETT
123
lyndur og hefur undraverðan hæfi-
leika til að láta mönnum líða vel
í návist sinni. Þessi sami írski vin-
ur hans, sem ég vitnaði í áðan hef-
ur einnig lýst þessu bezt í mín
eyru, með því að segja: Sam er
einn af þeim mönnum, sem þú get-
ur tekið með þér í langa gönguferð
út í sveitina og þó að þig gerðuð
ekki annað daglangt en horfa á
rottur synda í ánni, myndi ykkur
báðum finnast þið hefðuð varið
tíma ykkar *, el þann daginn.
Þessi maður sagfi mér einnig frá
því, að eitt sinn hefði hann verið
með Becketí í íeveizJu. þar sem hann
sat á tali vio skólastráka og „miðl-
aði þeim öllu, sem hann átti, sem
þeir og þörfnuðust, enda þótt að
það væri heil kynslóð á milli þeirra.
Það var einu sinni, þegar Beck-
ett var staddur í París, að hann
frétti að landi hans Brendan Behan
hefði verið settur undir lás og slá,
vegna einhverra skuldamála að
Beckett leysti hann út og Behan
segir: Hann greiddi skuld mína við
þá og leiddi mig á brott og gaf
mér 10 þúsund franka og tvöfald-
an sjúss og með honum predikun
um skaðsemi áfengis.
Það eru margar slíkar sögur vafa-
laust til en það er erfitt að hafa
uppi á þeim. Beckett er feiminn og
talar ógjarnan um sjálfan sig og
vinir hans draga ósjálfrátt dóm af
honum í þessu efni.
Þeir hinir fáu, sem kunnugt er
um símanúmer hans myndu aldrei
láta sér til hugar koma að láta öðr-
um í té þá vitneskju sína.
Það verður auðveldara með hverju
nýju verki Becketts að fylgjast með
rithöfundaferli hans. Smám sam-
an kemur samræmið í verkum hans
í ljós undan margbreytilegu og
villugjörnu yfirborðinu.
Það er samt ógerningur að geta
sér þess til um hvaða form verði
á næsta verki Becketts, eða hvort
það verður ritað á ensku eða
frönsku. Á undanförnum árum hef-
ur Beckett samið skáldsögur, leik-
rit fyrir leikhús og leikrit fyrir út-
varp og sjónvarp, hermileiki og
k.vikmyndaleiki. Öllum þessum
verkum er bezt lýst rneð hans eigin
skilgreiningu á Godot. Þau eru til-
rwin til að kortcgg'a óvunnan
heim, sem listamenn hafa fram á
þennan dag algerlega lagt leið
sína fram hjá.
Slíkt er eðli þessa ókunna heims
að hann verður ekki skilgreindur.
Hann er nánast einskonar óhlut-
lægt reynslusvið, eins og Beckett
hefur raunar sjálfur sagt í Proust
fyrir meir en þrjátíu árum síðan.
„. . . . verndunarsvæði einstaklings-
ins, hættulegt, tvírætt, sárt, leyndar-
dómsfullt og frjósamt, þar sem
þjáning verndarinnar leysir lífsleið-
ann af hólmi.“
Hér eru allir möguleikar tæmdir
og nýttir til fulls, og ekki aðeins
þeir, sem rökrænir geta talizt, því
að verk Becketts lúta ekki yfirráð-
um rökvísinnar. „Heilinn greinir
skemmra en nemur taugin," og þess
vegna getum við ekki fundið frum-
kenndum okkar og rökvilltri
reynslu stað í orðum, án þess að
meira eða minna tapist í þeim bún-
ingi.
Hið ókunna rannsóknarsvæði
Becketts er samt ekki firran (Ab-