Úrval - 01.11.1966, Page 6

Úrval - 01.11.1966, Page 6
4 TJRVAL sem þessar miklu óbyggðir stafa frá sér. Menn þurfa stundum að fara átta hundrað kílómetra leið til þess að fá sér félagsskap, og þó að menn sjáist ekki nema einu sinni á ári, heilsast þeir kunnuglega. Hvorki hinar geysilegu vegalengdir, harka vetrarins né ómælanleiki auðnarinnar geta rofið þá sam- heldni, sem þarna býr. Aðeins 650 km. af allri brautinni eru með föstu slitlagi, — sá hlutinn, sem er í sjálfu Alaska, og 135 kíló- metrarnir næst Dawson Creek. Engu að síður hefur hún borið hina ólíklegustu umferð: fótgangendur, mótorhjólamenn, bifreiðalest eina með hundrað og fimmtíu viðtengd- um vögnum, og ýmisleg ökutæki af ólíkustu gerðum, meira að segja risavaxið tívolíhjól, sem átti að fara í skemmtigarð, hefur þessa leið að baki sér. Brautin er orðin nærri tuttugu og fimm ára gömul, en hún er enn sem fyrr ævintýralegasta samgönguleið í Norður Ameríku. Hún liggur meðfram háfjöllum þessa heimshluta, yfir stórfljót eins og Yukon, Friðará og Liard, og um svæði þar sem er ótrúleg mergð veiðidýra. Ökumaður getur átt von á því að skyndilega sé kominn svartur skógarbjörn á miðjan veg- inn. Og þegar hann kemur auga á farartækið réttir hann sig upp og réttir upp framfæturnar eins og skefldur fótgangandi réttir hend- urnar — og hverfur síðan niður í vegarskurð. Eða þá að elgur kemur brokkandi og leggur undir sig veg- inn, sem hann lítur auðsjáanlega á sem sína einkaleið, og hefur alls ekki í hyggju að rýma fyrir óboðn- um gestum. Úr bílnum má líka sjá hvar laxar koma í torfum upp stór- fljótin, og geta torfurnar verið á annan kílómetra á breidd, og leita þær móti straumi upp í árnar til þess að hrygna þar — og drepast síðan. ÓFRAMKVÆMANLEG HUGMYND. Hugmyndaríkir menn höfðu áður um hálfrar aldar skeið barizt fyrir því að komið yrði upp samgönguleið á landi til Alaska, en áætlanir um þetta voru hvað eftir annað dæmd- ar óframkvæmanlegar af sérfræð- ingum. En þetta breyttist í heims- styrjöldinni síðari. Sú hætta vofði yfir að hafnir Bandaríkjanna við norðanvert Kyrrahaf lokuðust, og kvað Roosewelt því svo á, að vegur- inn skyldi lagður hvað sem það kostaði, og áður en á löngu liði var komin brautryðjandasveit frá bandaríska hernum til Dawson Creek, og annar flokkur farinn að fella tré suður af Big Delta í Al- aska. Á þessum fáförnu slóðum mættu hermenn þessir hverri torfærunni eftir aðra. í vetrarfrostunum brotn- uðu skóflurnar í höndum þeirra sem fyrstir byrjuðu að ryðja brautina, og á sumrum varð þessi þykki jarð- vegur gljúpur og botnlaus. Mýr- arnar gleyptu í sig ræsisstokka og jafnvel heilar dráttarvélar, og stundum sukku jafnvel langir veg- arkaflar fullgerðir í bleytuna. Eða þá mýflugurnar! Margar sögur fara af því hve ótrúlega stórar þær geta orðið. Á einum vinnustaðnum var sagt að menn hefðu leikið sér að þvi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.