Úrval - 01.11.1966, Page 7

Úrval - 01.11.1966, Page 7
ÖKUFERÐ UM ALASKABRAUTINA 5 að skjóta þær með skammbyssum. Sótt var fram samtímis frá norðri og suðri og brautina ruddust banda- rískir hermenn og kanadískir vega- gerðarmenn gegnum jökulöldur á einum stað, sífreðna jörð á öðrum, og yfir ár, sem sífellt áttu til að breyta farvegi sínum. Sums staðar varð að leggja veginn í ótal krókum, meðfram fjöllum eða botnlausum fenjum eða skriðjöklum, sem teygðu tungur sínar fram. 23. okt. 1942 mættust vegagerðarflokkarnir við mílumarkið 588, og var staðurinn nefndur Contact Creek (Samfunda- lækur). Kostnaðurinn hafði orðið rúmlega 60.000 dollarar á kílómetra, en starfsmenn voru um 16.000, Kan- adaménn og Bandaríkjamenn og voru átta mánuði og ellefu daga að ljúka verkinu, sem er eitt af stór- virkjum tækninnar. RÍKULEG FULLNÆGJA. Tveimur árum eftir stríðslok komu upp meðfram allri brautinni með nokkurra tuga kílómetra milli- bili gistihús og greiðasölustaðir, þar sem allt það var á boðstólum, sem ferðamenn þörfnuðust. I staðinn fyrir bráðabirgðabrýr komu varan- leg mannvirki, kröppustu beygjur og krókar voru réttir, og fjöldi ævintýragjarnra ferðamanna óx stöðugt. Dag eftir dag, sumar og vetur, lá leið þessa mannfjölda um þennan óslétta malarveg, þar sem vagnar hristust og skókust til þar sem verst var. Og reyndar hefur margur verið minntur á það á óþægilegan hátt, að þessi vegur er engin hraðbraut, og sums staðar verður að aka mjög gætilega. Við hjónin fórum Alaskabraut- ina í fyrsta sinn árið 1961. Við vor- um orðin úrvinda og hver flík ut- an á okkur mettuð ryki, þegar við komum á leiðarenda. Aldrei framar skulum við fara þessa leið, sögðum við hvort við annað. En tveimur árum síðar fórum við leiðina í ann- að sinn og í fyrrasumar í hið þriðja sinn, og höfðum reyndar börnin með okkur. Það er jafn víst og að ég er að skrifa þessar línur, að við eigum eftir að fara hana enn einu sinni, ef til vill að ári, ef til vill eft- ir tvö ár, eða einhverntíma síðar. Leiðin er tilvalin fyrir menn, sem hafa meðfædda hneigð til ævin- týralegra ferðalaga, um ókunn höf, eða um óbyggðir, en hafa fæðzt of seint til að geta orðið hluttakendur í slíku. Leiðin býður hinum ævin- týragjörnu ríkulega fullnægju. Eftir að þeim kafla vegarins lýk- ur, sem hefur fast slitlag, bugðast hann eins og hvítur lopi um grænt skógarþykknið. Aftur af bílnum leggur dökkan rykmökkinn, og þeg- ar bílar mætast, sér varla út úr augunum. Þeir, sem eru þessu kunn- ugir, hafa oft ljósin um hábjartan dag eða setja litsterkan klút á loft- netsstöngina. Mörgum þykir betra að fara um Alaskabrautina á vetrum en á sumr- um, vegna ryksins. Þá getur snjór- inn þarna orðið allt að því þrír metrar á þykkt, en þá er hvorki ryk né mýflugur. En alveg hættulaust er það ekki að fara leiðina á þeim árstíma. Það er betra að vera við öllu búinn. Vegaverkfræðingur nokkur fór eitt sinn út af á beygju
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.