Úrval - 01.11.1966, Side 18

Úrval - 01.11.1966, Side 18
16 ÚRVAL Gibraltar gengur undir nafninu „Kletturinn" eða „Hamarinn" og slíkt nafn nægir. Það er ekkert hon- um líkt, hvorki hvað mikilfengleika snertir né geysisterk söguleg tengsl. Maðurinn hefur líklega ráðið þar ríkjum eins lengi og á nokkrum öðr- um stað á jarðríki. Fyrst hefur hann klifrað upp í hæðir Klettsins til þess að leita sér að griðastað og síðar til þess að skapa sér góða víg- stöðu til viðhalds völdum sínum. Það getur verið, að það hafi ein- mitt verið hér, sem steinaldarmað- urinn steig fyrst fæti sínum á grund Evrópu á ferð sinni sunnan úr Sa- hara, sem var að breytast í eyði- mörk. Gibraltar hefur verið heim- kynni forsögulegra dýra, mustera, sem reist voru Satúrnusi til dýrðar, og einkaeign spænsks hertoga. En svo lengi sem sögur greina, hefur Gibraltar fyrst og fremst verið virki, sem leit út fyrir að vera al- gerlega ósigrandi og hefur því ver- ið eftirsóttasta herfang, sem um greinir. Gibraltar rís þverhníptur and- spænis hinum úfnu fjöllum Afríku- strandar. Einhvern tíma hafa ofsa- legar jarðhræringar blátt áfram rifið Klettinn frá strönd þessari. Og þarna gætir kletturinn þýðingar- mestu siglingaleiðar heims, hins 15 mílna breiða sunds, sem aðskilur Evrópu og Afríku. Skip, sem fara milli Atlantshafs og Miðjarðarhafs, verða að sigla fram hjá risa þess- um. Það hefði reynzt miklu erfiðara að koma hinu brezka heimsveldi á laggirnar og viðhalda því, ef hans hefði ekki notið við. Sama er að segja um sigur Bandamanna í síð- Einn af hinum frægu Barbary öpum, st‘in hafa haldiö til þar, frá dögum Mára. ari heimsstyrjöldinni. Kletturinn auðveldaði hann stórlega. Gibraltar er í rauninni geysistor gráhvítur hamar, sem gnæfir upp úr bláu Miðjarðarhafinu og virðist ögra öllu umhverfi sínu. Maður fyllist tafarlaust lotningu, er mað- ur lítur hann. Hann er sem dom- kirkja úr kletti, og inn í hina leynd- ardómsfullu hella við rætur hans streymir ólgandi sjórinn. Kletturinn sjálfur er úr kalksteini, ekki granit, eins og almennt er haldið. Gervöll nýlendan er aðeins 4 mílur á lengd og ein míla á breidd og er á stærð við eyjuna Alderney við Bretlands- strendur. Gibraltar væri eyja, ef ekki væri um að ræða mjótt eiði>
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.