Úrval - 01.11.1966, Síða 20

Úrval - 01.11.1966, Síða 20
18 ÚRVAL brotum þessum hafi síðan verið hrært saman í eina bendu. Innan úr vínstofu einni heyrist glymjandi tónlist glymskratta, og þar inni get- ur eingöngu að líta útlenda sjó- menn. En samt heitir vínstofan Lundúnabarinn, og hún er skreytt með einkennishúfumerkjum allra brezku herskipanna, er heyra nú- tíðinni til. Og uppi um öll hamra- beltin klifra svo Barbaryapar, sem fiuttir voru inn frá Marokkó fyrir löngu. Á aðalgötu bæjarins er ys og þys. Meðfram henni standa litlar búðir, sem líkjast helzt söluskálum á mark- aðstorgi. En þær eru troðfullar af frönskum ilmvötnum, spænskum herðasjölum, marokkönskum veskj- um, gullísaumuðum, indverskum búningum, mánasteinum, amber, jade og sjaldgæfum tegundum tó- baks, ásamt ódýrum ítölskum mott- um og dreglum, afrískum tréskurð- armyndum og borðbúnaði, sem er með sköft úr bambusviði og er upp- runninn í Hong Kong. Manni finnst, að einmitt svona eigi verzlunarviðskipti að fara fram, vörurnar í einni hrúgu og eintóm ringulreið, að því er virðist, reyk- elsisilmur og hæglátar, austurlenzk- ar raddir, sem lokka mann til að kaupa. Þarna eru einu kaupmenn- irnir á Vesturlöndum, sem lært hafa rússnesku. Hingað koma sem sé fleiri rússnesk skip en til nokkurr- ar annarra hafnar utan hins komm- úniska heims. Og Gibraltabúar segja, að Rússar séu eyðslusamir. Eitt sinn eyddu áhafnir heils hvalveiðiflota 70.000 sterlingspundum þar á þrem dögum . Umhverfis og fyrir ofan aðalgöt- una hnipra húsin sig á hverri syllu og í hverri sprungu utan í norðvest- urhlið Klettsins. Og þau líta út fyr- ir að geta hrapað hvenær sem er. Hamraveggur Klettsins sjálfs mynd- ar jafnvel bakhlið sumra húsanna. Þvotturinn blaktir eins og skraut- legir flugdrekar á þvottasnúrunum mörg hundruð fetum yfir höfði manns. Það virðist hvergi vera ónotað þumlungsrými. En hálfri mílu þaðan fer maður í gegnum eitt af hinum ævafornu hliðum, og þar kemur maður inn í stórfurðulegt íbúðarhverfi. Kletta- hlíðin, sem virtist svo nakin, þegar horft var upp eftir henni, reynist vera ilmandi paradís „hangandi" blómagarða, skuggsælla trjástíga og blómstrandi vafningsviðar. Loftið angar höfgum ilmi mimósunnar. Hér virðist ekki vera þröngt um, heldur virðist nóg rými bæði í húsunum og umhverfis þau, þar sem þau dotta innan um appelsínu- og pálmalundi. Spænsk barnfóstra hlær, og hlátur- tónarnir líkjast silfurregni, sem svíf- ur niður eftir hömrunum allt niður í sjávardjúp flóans. Þarna búa yfirmenn brezka her- aflans og herja Atlantshafsbanda- lagsins, einnig æðstu stjórnarem- bættismenn, ríkir kaupmenn og menn, sem gegna ýmsum virðuleg- um störfum í opinberri þjónustu. Þarna eru John Mackintosh-elli- heimilin, kannske fremst í sinni röð um gervallan heim, bæði hvað snertir útlit og legu. Greina má í fjarlægð borgina Tangier yfir á Afríkuströnd og þannig má sjá tvö meginlönd, tvö úthöf og nokkra fjall-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.