Úrval - 01.11.1966, Page 37

Úrval - 01.11.1966, Page 37
SUÐURKROSSINN OG KARLSVAGNINN 35 tímann, og þá lágt á lofti. Þegar sunnar dregur hækkar hann á himni og sést lengur og þegar kom- ið er á suðurodda Afríku eða til sunnanverðrar Astralíu sést hann allt árið eins og Karlsvagninn hérna norðurfrá. En það er góða stund verið að komast í sjónarfæri við Suðurkrossinn, nema farið sé fljúg- andi. Áhöfnin og starfsliðið á skipum sem sigla langt suður á bóginn geta borið vitni um það hve farþegarnir eru oft ákafir og óþolinmóðir að horfa eftir Suðurkrossinum, og mis- sýnist þá oft, þegar þeir reka augun í einhvern hinna svokölluðu „röngu Suðurkrossa“. Þegar maður er að horfa eftir krossi, þá eru víða þær stjörnur sem augað nær að mynda þetta mark úr, þegar þær eru marg- ar bjartar saman, og á suðurhimni eru ýmsir staðir þar sem þetta merki verður auðveldlega lesið út. Það verður þó sjaldnast mjög nákvæm krossmynd, en það er Suðurkross- inn naumast heldur. Það er öðru nær, Suðurkrossinn er ekkert vel smíðaður. Hann mark- ast af fjórum stjörnum, sem lykja á milli sín svæði, sem er á við helm- inginn af framhluta Karlsvagnsins. Þrjár þessara stjarna eru bjartar vel, tvær reyndar mun bjartari en skærasta stjarna vagnsins og sú þriðja jöfn henni að birtu. Það er að minnsta kosti dálítið sérstakt, að þrjár svona bjartar stjörnur skuli sjást á svo litlu svæði . Annars eru gallarnir auðsæir. Krossinn er skakkur, fjórða stjarn- an allt of dauf í samanburði við hinar þrjár, og svo bætist við fimmta stjarnan á svæðinu sem ekki fellur inn í myndina. Þegar Suðurkrossinn ber hæst á himni stendur hann beint upp og í þeirri stöðu líkist hann mest krossi — eða jafnvel öliu heldur heima- tilbúnum flugdreka án hala, og þver- sláin sem er styttri kemur ekki al- veg hornrétt á lengri slána. Hæð krossins er litlu meiri en fjarlægð- in milli aftari stjarnanna tveggja í „kerru“ Karlsvagnsins. Hann er með öðrum orðum heldur lítið stjörnumerki. írskur stjörnufræðingur sagði fyr- ir nokkrum árum, að Suðurkrossinn dragi ekki athyglina nándarnærri þvi eins að sér og þessi auði, dimmi reitur í ljóshafi Vetrarbraútarinnar — Kolapokinn —, sem er vel af- markaður, og sýnist svo koldimm- ur vegna andstæðunnar við birtuna frá Vetrarbrautinni. Sá sem vildi ferðast suður á bóg- inn til þess að geta séð Suðurkross- inn í efstu stöðu sinni (hágöngu) án þess að þurfa að vaka langt fram á nótt ætti að fara seint í apríl eða snemma í maí, því að Suðurkross- inn er á þeim árstíma í hágöngu einum tveim tímum fyrir miðnætti. Ferðamaðurinn verður að vita að Spánn og eyjarnar þar eru ekki áfangastaðurinn heldur verður að halda 1600 km. lengra til suðurs til að sjá merkið lágt á suðurhimni. Langtum betur sést það þegar kom- ið er til Ástralíu eða Suður-Afríku, því að þar sést Suðurkrossinn hátt á himni, og þessvegna mun skýrara en þegar það er niður undir sjón- deildarhring. í Norður-Evrópu og öðrum norðlægum löndum gengur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.