Úrval - 01.11.1966, Blaðsíða 37
SUÐURKROSSINN OG KARLSVAGNINN
35
tímann, og þá lágt á lofti. Þegar
sunnar dregur hækkar hann á
himni og sést lengur og þegar kom-
ið er á suðurodda Afríku eða til
sunnanverðrar Astralíu sést hann
allt árið eins og Karlsvagninn hérna
norðurfrá. En það er góða stund
verið að komast í sjónarfæri við
Suðurkrossinn, nema farið sé fljúg-
andi.
Áhöfnin og starfsliðið á skipum
sem sigla langt suður á bóginn geta
borið vitni um það hve farþegarnir
eru oft ákafir og óþolinmóðir að
horfa eftir Suðurkrossinum, og mis-
sýnist þá oft, þegar þeir reka augun
í einhvern hinna svokölluðu „röngu
Suðurkrossa“. Þegar maður er að
horfa eftir krossi, þá eru víða þær
stjörnur sem augað nær að mynda
þetta mark úr, þegar þær eru marg-
ar bjartar saman, og á suðurhimni
eru ýmsir staðir þar sem þetta merki
verður auðveldlega lesið út. Það
verður þó sjaldnast mjög nákvæm
krossmynd, en það er Suðurkross-
inn naumast heldur.
Það er öðru nær, Suðurkrossinn
er ekkert vel smíðaður. Hann mark-
ast af fjórum stjörnum, sem lykja
á milli sín svæði, sem er á við helm-
inginn af framhluta Karlsvagnsins.
Þrjár þessara stjarna eru bjartar
vel, tvær reyndar mun bjartari en
skærasta stjarna vagnsins og sú
þriðja jöfn henni að birtu. Það er
að minnsta kosti dálítið sérstakt, að
þrjár svona bjartar stjörnur skuli
sjást á svo litlu svæði .
Annars eru gallarnir auðsæir.
Krossinn er skakkur, fjórða stjarn-
an allt of dauf í samanburði við
hinar þrjár, og svo bætist við fimmta
stjarnan á svæðinu sem ekki fellur
inn í myndina.
Þegar Suðurkrossinn ber hæst á
himni stendur hann beint upp og í
þeirri stöðu líkist hann mest krossi
— eða jafnvel öliu heldur heima-
tilbúnum flugdreka án hala, og þver-
sláin sem er styttri kemur ekki al-
veg hornrétt á lengri slána. Hæð
krossins er litlu meiri en fjarlægð-
in milli aftari stjarnanna tveggja
í „kerru“ Karlsvagnsins. Hann er
með öðrum orðum heldur lítið
stjörnumerki.
írskur stjörnufræðingur sagði fyr-
ir nokkrum árum, að Suðurkrossinn
dragi ekki athyglina nándarnærri
þvi eins að sér og þessi auði, dimmi
reitur í ljóshafi Vetrarbraútarinnar
— Kolapokinn —, sem er vel af-
markaður, og sýnist svo koldimm-
ur vegna andstæðunnar við birtuna
frá Vetrarbrautinni.
Sá sem vildi ferðast suður á bóg-
inn til þess að geta séð Suðurkross-
inn í efstu stöðu sinni (hágöngu)
án þess að þurfa að vaka langt fram
á nótt ætti að fara seint í apríl eða
snemma í maí, því að Suðurkross-
inn er á þeim árstíma í hágöngu
einum tveim tímum fyrir miðnætti.
Ferðamaðurinn verður að vita að
Spánn og eyjarnar þar eru ekki
áfangastaðurinn heldur verður að
halda 1600 km. lengra til suðurs til
að sjá merkið lágt á suðurhimni.
Langtum betur sést það þegar kom-
ið er til Ástralíu eða Suður-Afríku,
því að þar sést Suðurkrossinn hátt á
himni, og þessvegna mun skýrara
en þegar það er niður undir sjón-
deildarhring. í Norður-Evrópu og
öðrum norðlægum löndum gengur