Úrval - 01.11.1966, Qupperneq 63
GANDREIÐ Á TUNDURSKEYTI
61
þrem brezkum tundurspillum. Þann
dag var útvarpað lista yfir þá, sem
hækkaðir höfðu verið í tign. Sam-
kvæmt gamalli venju í brezka og
kanadiska flotanum, er slíkur listi
birtur tvisvar á ári. Ég var hækk-
aður í tign, og var mér skipað að
gefa mig fram við flotamálayfir-
völdin í Halifax í Nova Scotia, en
þar fengi ég upplýsingar um það,
hvaða skyldustörf biðu mín næst.
Herbert Rayner, sem var tundur-
skeytasérfræðingur, átti að verða
eftirmaður minn á St. Laurent.
Næstu viku vorum við mjög störf-
um hlaðnir, og því höfðu mennirn-
ir í tundurskeytasveit okkar engan
tíma til að „snyrta“ vopn sín. gljá-
fægja þau og snurfussa, áður en nýi
skipstjórinn kæmi í skoðunarferð
sína. Og hvern skyldi hafa grunað,
að loks þegar þeim gæfist tími til
slíks, myndi einn geysilega áhuga-
samur piltur leysa tundurskeyti, al-
veg óvart að vísu, og beina því gegn
okkar eigin skipi?
Þann 2. júlí að morgni dags var
St. Laurent sent til þess að leita að
skipsbrotsmönnum af gufuskipi, sem
hafði verið sökkt þennan sama
morgun fyrir vestan írland. Leitin
gekk að óskum, og við settum 859
manns á land í Greenock á vestur-
strönd Skotlands. Að því loknu var
okkur skipað að halda til Rosyth,
sem er flotahöfn á austurströndinni.
Við vorum að sigla upp með vest-
urströndinni á leið til Rosyth síð-
degis á sunnudagi ásamt öðrum
kanadiskum tundurspilli, H.M.S
Skeena, þegar ósköpin dundu yfir.
Við sigldum um Minches og Pent-
landsfjörðinn. Skeena kom í hum-
átt á eftir okkur á stjórnborða í
tæplega 300 metra fjarlægð. Við
sigldum norður á bóginn innan við
Vestureyjarnar, en það var ekki til-
takanlega hættuleg siglingaleið, og
óttuðumst við því ekki mjög, að
óvinirnir næðu til okkar.
Tundurskeytaliðarnir, sem voru
á verði, voru að hreinsa, fægja og
mála tundurskeytaskotrörin. Öll rör-
in voru hlaðin tundurskeytum, en á
þeim var öryggisútbúnaður til þess
að tryggja það, að tundurskeyti
yrði ekki skotið alveg övart. Ör-
yggisútbúnaður þessi var bara ein-
falt handfang, sem tekið var í, og
þá losnaði tundurskeytið.
Fjögur „skotrör" eru venjulega
höfð tilbúin frammi á skipinu og
önnur fjögur aftur á því, og svo er
skotrörunum snúið og beint í áttina
frá skipinu, áður en tundurskeyti
er miðað og skotið. Tundurskeyta-
hleðsla knýr síðan þennan smurða,
24 feta langa og hálfs annars tonns
þunga „stálfisk" út úr rörinu, sem
hann liggur í og út í sjóinn það
langt frá skipshliðinni, að skipinu
sjálfu sé engin hætta búin. Vél
tundurskeytisins fer í gang, strax
þegar tundurskeytið tekur undir sig
þetta mikla stökk.
Aftast á tundurskeytinu eru tvær
andsnúningsskrúfur, sem knúðar
eru af eldsneyti og samþjöppuðu
lofti með 200 ,,atmosphera“ þrýst-
ingi. Þær knýja þetta banvæna
vopn í áttina til skotmarksins á allt
að 45 hnúta hraða. Er framendi þess
tekur stefnuna á skotmarkið og þýt-
ur í gegnum vatnið, fær tundurhaus
skeytisins, sem er hlaðinn sprengi-
efni, skilaboð um að fara í gang. Út-