Úrval - 01.11.1966, Qupperneq 65

Úrval - 01.11.1966, Qupperneq 65
GANDREIÐ Á TUNDURSKEYTI 63 í grindurnar og spyrna af öllu afli utan í það og halda því þannig frá grindunum. Ridge hljóp burt til þess að sækja lykil til að skrúfa fyrir samanþjappaða loftið, sem knúði skrúfur tundurskeytisins. Kæsta velta St. Laurents yrði nægilega mikil til þess að koma tundurskeytinu til þess að velta í áttina frá grindunum inn á þilfarið aftur. Nú skellti ég mér klofvega ofa.i á tundurskeytið, greip dauða- haldi í þilfarsgrindurnar og reyndi að halda mér og skeytinu þannig föstu. Mér fannst þessi banvæni 24 feta langi sívalningur vera breið- ari en hestbak, er ég sat þarna klof- vega á honum, þó að hann væri að- eins 21 þumlungur í þvermál. Tund- urskeytið var allt útatað í varnar- feiti og glerhált. Nú gat ég fundið, að skrúfublöð- in, sem hömuðust skröltandi á stál- þilfarinu, byrjuðu að knýja tundur- skeytið áfram. Er það hreyfðist fram á við, reyndi ég að halda aftur af því eftir mætti, en varð samt að sleppa taki mínu á grindverkinu æ ofan í æ og handlanga mig þann- ig eftir því. En löppunum hélt ég klemmdum fast að hliðum tundur- skeytisins. Ég varð að tolla kyrr „á baki“, því að skrúfurnar gætu að öðrum kosti hakkað mig í sund- Ur í annan endann og veitt vélar- ófreskjunni tækifæri til þess að sprengja góðan tundurspilli í loft upp. Þessir tilburðir mínir á baki „skepnunnar" hafa sjálfsagt orðið ti! þess að koma af stað sögunni um „gandreið“ mína á tundurskeytinu. Ridge kom nú með lykilinn. Tund- urskeytaliðinn R.L. Ellis vaf einnig kominn á vettvang. Þeim tókst nú að halda tundurskeytinu nokkurn veg- inn stöðugu, þangað til okkur heppn- aðist að skrúfa fyrir loftstrauminn. Það dró úr spennu þessara furðu- legu aðstæðna, strax og hávaðinn í skrúfunum hljóðnaði og dó svo út. Nú barst okkur enn meiri hjálp, og svo var tundurskeytið bundið tryggilega við borðstokksgrindurn- ar. Nú tóku hinir forvitnu að safn- ast í kringum okkur. Þegar tundur- skeytið skall á yfirbyggingunni aft- ur á, hafði „skammbyssa“ tundur- skeytisins þrýstst inn í tundurhaus þess og eyðilagt svo gersamlega all- an framenda þess, að það var ekki hættulaust að snerta hann. Okkur tókst að ná tundurhausnum af tundurskeytinu, en samt hélt tund- urhausinn og skammbyssa hans enn áfram að vera erfitt vandamál, þar var um að ræða fjórðung úr tonni af mjög viðkvæmu og vandmeðförnu sprengiefni. Það var engin tafarlaus hjálp fá- anleg, þegar við komum að bryggju í Roryth næsta dag. Ég fór beint í aðalstöðvar flotans til þess að fá fyr- irskipanir um, hvert ég skyldi halda, og einnig til þess að tilkynna þeim, að það væri laskað tundurskeyti um borð og við þyrftum að fá nýtt. í stað þess. Ég fékk fyrirskipun um að sigla strax með skipalest til viss staðar í Norður-Atlantshafinu, þar sem hún skyldi dreifast. Mér var til- ,kynnt, að önnur deild mundi leysa þetta tundurskeytavandamál mitt. Þegar ég kom aftur á skipsfjöl, sá ég, að skipshöfn minni hafði tekizt að lyfta tundurskeytinu og hinum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.