Úrval - 01.11.1966, Page 92

Úrval - 01.11.1966, Page 92
90 ÚRVAL keppnirnar í sjónvarpinu. Hann leit illa út. I barnaskap mínum reyndi ég í fyrstu að sýna einlægni og beita rökvísi í skiptum mínum við Ern- est. En hann neitaði að ræða við mig heima hjá sér eða í herbergi mínu í gistihúsinu, vegna þess að hlustunartækjum hefði verið kom- ið fyrir á báðum stöðum. Því fórum við í jakka og gengum svolítið upp eftir hlíðinni rétt hjá húsinu hans, eftir bökkum Woodárinnar, þang- að til við fundum trjádrumb til þess að setjast á. Þá byrjaði Ernest að endurtaka sumt af því, sem hann hafði sagt kvöldið áður. Ríkislög- reglan var að reyna að ná honum vegna Honor. Ríkislögreglan sá um útlendingaeftirlitið, og hún ætlaði sér að afla gagna gegn honum, svo að hún gæti náð til hans. Fyrir hvað? Fyrir að grafa undan siðferði unglings undir lögaldri. Ég benti honum á þá staðreynd, að þau Hon- or hefðu aldrei verið neitt sam- vistum í Bandaríkjunum, heldur aðeins á Spáni og Kúbu, svo að Útlendingaeftirlit Bandaríkjanna gæti alls ekki borið fram ákæru á hendur honum, er fengi staðizt, jafnvel þótt þetta kynni að vera satt. En hann spratt þá á fætur og tók að þramma í kringum drumb- inn, æstur í bragði. Hann sagði, að hún hefði bara verið ritari hans og það væri ekkert satt í þessari ákæru, en þeir ætluðu sér að ná í hann og hann vildi fremur gefa sig fram og fá þessu aflokið en að þurfa að afbera þetta lengur. Hann vildi fá að vita, hvort starfsmenn Útlendingaeftirlitsins hefðu spurt mig spurninga um þau Honor, og þegar ég sagði, að svo væri ekki, leit hann einkennilega á mig. Það var mjög ákveðinn van- trúarsvipur á andliti hans, og það var sem ég hefði fengið högg í mag- ann, þegar ég gerði mér grein fyrir þeirri hræðilegu staðreynd, að í hans augum var ég nú orðinn þátt- takandi í samsæri gegn honum. Ernest settist aftur á trjádrumb- inn. Hann vildi fá að vita, hvort ég hefði farið eftir fyrirmælum hans og sagt lögfræðingi hans að telja fram til skatts 4000 dollara veð- málavininga hans vegna hnefaleika- keppni Ingimars Johansson. Ég sagðist hafa gert það og að það yrði sett á skattskýrsluna hans. „Jæja, það er hvort sem er um seinan," sagði hann þungbúinn á svip. „Þú sást þessa endurskoðend- ur þarna í bankanum. Þeir eru bún- ir að sjá það.“ Ég sagði að það gæti alls ekki verið um brot gegn skattalögunum að ræða, þar eð þetta væri hið rétta ár til þess að telja vinningana fram og það væri meira en nóg á banka- reikningi hans til þess að sjá um þetta, þá gætu mennirnir í bankanum alls ekki haft nein áhuga á þessu máli. Ernest sagði að síð- ustu, að ég hefði rangt fyrir mér og að hann væri örugglega orðinn á eftir með skattgreiðslur og að Ríkislögreglunni hefðu verið afhent sönnunargögnin. Síðan varaði hann mig við því að skýra Vernon Lord frá þessu, vegna þess að Vernon væri prýðisnáungi og hefði ætíð sýnt honum hina beztu umönnun og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.