Úrval - 01.11.1966, Side 93
PAPA HEMINGWAY
91
hjálp og hann vildi ekki flækja
hann í neitt klandur.
„En Papa,“ sagði ég. „Vernon er
læknirinn þinn. Það gilda því sér-
stakar reglur um það, sem þú trú-
ir honum fyrir. Þú þarft ekki að
hafa neinar áhyggjur, hvað hann
snertir." Hann sagði, að það væri
ekki rétt, því að slíkar reglur giltu
ekki fyrir ríkisrétti. Ég ákvað að
láta ekki undan, hvað þetta atriði
snerti, svo að ég reyndi að neyða
hann til þess að skilja það og við-
urkenna, að kvíði hans væri að
minnsta kosti ástæðulaus, hvað
þetta mál snerti. En því fleiri rök
sem ég bar fram þeirri skoðun
minni til sönnunar, að slíkar regl-
ur giltu jafnt fyrir ríkisrétti sem
annars staðar, þeim mun ákafar
snerist Ernest gegn mér. Rök hans
voru margvísleg, allt frá ýmsu, er
ríkisrétt snerti, til ásakana þess efn-
• is, að lagaþekking mín væri ekki
á marga fiskana, og að lokum gaf
hann í skyn, að ég væri ekki trúr og
tryggur vinur, sem treystandi væri.
En ég lét samt ekki undan. Ég
reyndi ekki að sefa hann. Að lokum
sagði hann við mig ásökunarrómi:
„Eigum við ekki að vita, hvar við
stöndum, Hotsh? Annaðhvort álít-
urðu mig lygara . . . . eða brjálað-
an .... Hvort er það?“
Hann hafði teygt höfuðið fram
á við í áttina til mín. Svipur hans
bar vott um öryggisleysi. Hann var
náfölur. „Fyrirgefðu mér,“ sagði ég.
„Við skulum labba svolítið um og
gleyma þessu öllu saman.“ Svo
lögðum við af stað heim aftur.
Ég reyndi að fá Ernest til þess
að koma á veiðar, en hann hafði
alltaf einhverja afsökun fram að
bera á degi hverjum eða þá að það
var um að ræða einhverjar ímynd-
aðar skuldbindingar, sem hann sagði
að kæmu í veg fyrir, að hann gæti
farið að heiman. Þyrfti hann að
skrifa lögfræðingi sínum eða útgef-
anda smábréf, var slíkt honum næg
afsökun.
Mary hafði sárlangað til þess að
ræða við mig í einrúmi, allt frá
því ég kom, en Ernest hafði gert
okkur mjög erfitt fyrir í því efni.
Hann var orðinn ofboðslega við-
kvæmur gagnvart hvers kyns gagn-
rýni í sinn garð, jafnvel þótt hún
kæmi aðeins fram óbeint, og hve-
nær sem hann sá vini sína ræða
við Mary, var hann viss um, að
þau væru að ræða um hann, enda
var slíkt oft og tíðum satt. Á leið-
inni út úr bænum eitt kvöldið tókst
henni að skýra mér frá því, án
þess að Ernest heyrði, að hún ætlaði
í kjörverzlunina til þess að verzla
næsta morgun og yrði þar klukk-
an ellefu.
Við ræddum saman yfir inn-
kaupakerru á bak við hillurnar með
kornflögupökkunum. Mary sagði,
að sér lægi alveg við að örvænta.
Hún sýndi mér bréf, sem hún hafði
fundið á skrifborði Ernests daginn
áður. Það var stílað til viðskipta-
banka hans, Morgan Guaranty í
New York. Það var ekkert hægt að
finna að ávarpinu né fyrstu setn-
ingunni, en framhaldið var eintómt
rugl líkt og hann hefði verið að
gera tilraunir með nýtt tungumál.
Vinnuhæfni. Ernests hafði hrakað
alveg geysilega. Hann eyddi geysi-
legum tíma við að fara yfir hand-