Úrval - 01.11.1966, Blaðsíða 93

Úrval - 01.11.1966, Blaðsíða 93
PAPA HEMINGWAY 91 hjálp og hann vildi ekki flækja hann í neitt klandur. „En Papa,“ sagði ég. „Vernon er læknirinn þinn. Það gilda því sér- stakar reglur um það, sem þú trú- ir honum fyrir. Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur, hvað hann snertir." Hann sagði, að það væri ekki rétt, því að slíkar reglur giltu ekki fyrir ríkisrétti. Ég ákvað að láta ekki undan, hvað þetta atriði snerti, svo að ég reyndi að neyða hann til þess að skilja það og við- urkenna, að kvíði hans væri að minnsta kosti ástæðulaus, hvað þetta mál snerti. En því fleiri rök sem ég bar fram þeirri skoðun minni til sönnunar, að slíkar regl- ur giltu jafnt fyrir ríkisrétti sem annars staðar, þeim mun ákafar snerist Ernest gegn mér. Rök hans voru margvísleg, allt frá ýmsu, er ríkisrétt snerti, til ásakana þess efn- • is, að lagaþekking mín væri ekki á marga fiskana, og að lokum gaf hann í skyn, að ég væri ekki trúr og tryggur vinur, sem treystandi væri. En ég lét samt ekki undan. Ég reyndi ekki að sefa hann. Að lokum sagði hann við mig ásökunarrómi: „Eigum við ekki að vita, hvar við stöndum, Hotsh? Annaðhvort álít- urðu mig lygara . . . . eða brjálað- an .... Hvort er það?“ Hann hafði teygt höfuðið fram á við í áttina til mín. Svipur hans bar vott um öryggisleysi. Hann var náfölur. „Fyrirgefðu mér,“ sagði ég. „Við skulum labba svolítið um og gleyma þessu öllu saman.“ Svo lögðum við af stað heim aftur. Ég reyndi að fá Ernest til þess að koma á veiðar, en hann hafði alltaf einhverja afsökun fram að bera á degi hverjum eða þá að það var um að ræða einhverjar ímynd- aðar skuldbindingar, sem hann sagði að kæmu í veg fyrir, að hann gæti farið að heiman. Þyrfti hann að skrifa lögfræðingi sínum eða útgef- anda smábréf, var slíkt honum næg afsökun. Mary hafði sárlangað til þess að ræða við mig í einrúmi, allt frá því ég kom, en Ernest hafði gert okkur mjög erfitt fyrir í því efni. Hann var orðinn ofboðslega við- kvæmur gagnvart hvers kyns gagn- rýni í sinn garð, jafnvel þótt hún kæmi aðeins fram óbeint, og hve- nær sem hann sá vini sína ræða við Mary, var hann viss um, að þau væru að ræða um hann, enda var slíkt oft og tíðum satt. Á leið- inni út úr bænum eitt kvöldið tókst henni að skýra mér frá því, án þess að Ernest heyrði, að hún ætlaði í kjörverzlunina til þess að verzla næsta morgun og yrði þar klukk- an ellefu. Við ræddum saman yfir inn- kaupakerru á bak við hillurnar með kornflögupökkunum. Mary sagði, að sér lægi alveg við að örvænta. Hún sýndi mér bréf, sem hún hafði fundið á skrifborði Ernests daginn áður. Það var stílað til viðskipta- banka hans, Morgan Guaranty í New York. Það var ekkert hægt að finna að ávarpinu né fyrstu setn- ingunni, en framhaldið var eintómt rugl líkt og hann hefði verið að gera tilraunir með nýtt tungumál. Vinnuhæfni. Ernests hafði hrakað alveg geysilega. Hann eyddi geysi- legum tíma við að fara yfir hand-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.