Úrval - 01.11.1966, Page 98
96
ÚRVAL.
fimm sama dag. Hann skýrði frá
því ,að læknarnir við Mayosjúkra-
húsið krefðust þess, að Ernest kæmi
þangað af frjálsum vilja, en Ern-
est neitaði algerlega að fara þang-
að.
„Ég hringdi í dr. Renown,“ sagði
ég, „og hann ætlaði að hringja til
Mayosjúkrahússins og svo í þig.“
„Hann er þegar búinn að hringja.
Hann gerði allar nauðsynlegar ráð-
stafanir Ernests vegna á Mayo-
sjúkrahúsinu og ræddi við þá um
það, hvernig öllu skyldi hagað. En
ég held, að hann viti ekki um skil-
yrði það, sem þeir hafa sett, þ.e.
að Ernest fari þangað að frjálsum
vilja. Hann hefur ekki lengur neinn
frjálsan vilja. Um hvað eru þeir
eiginlega að tala? Dr. Ausley sam-
starfsmaður minn er að hjálpa mér
með þetta, og við erum að reyna allt
sem við getum, en hér er um að
ræða baráttu við tímann. Við höf-
um ekki hinn rétta aðbúnað hér
til þess að geta hjálpað honum,
og ég segi þér það satt, Hotch, að
það er heilagur sannleiki, að kom-
um við honum ekki á réttan stað
og það fljótt, mun hann alveg ör-
ugglega stytta sér aldur. Það er
aðeins tímaspursmál, ef hann verð-
ur kyrr hérna, og möguleikarnir
vaxa með hverjum klukkutíman-
um. Hann segist ekki geta skrifað
lengur, segir, að hann hafi ekkert
að lifa fyrir lengur. Hotch, hann
mun aldrei skrifa framar. Það er
ástæðan, sem hann álítur sig hafa
til þess að stytta sér aldur. Það
að minnsta kosti yfirborðsástæðan.
Og hana verð ég að taka sem góða
og gilda vöru, því að ég hef eng-
ar aðstæður né sérkunnáttu til þess
að snúast gegn því, sem undir yf-
irborðinu býr. En mér finnst þetta
nægilega gild ástæða út af fyrir
sig, og ég get sagt þér það satt, að
ég er óskaplega áhyggjufullur. Við
höfum sprautað heilmiklu af sodium
amytal í hann, en hversu lengi get-
um við haldið honum í því ástandi?
Ég segi þér það satt, að þetta er
hræðileg ábyrgð fyrir venjulegan
sveitalækni. Það er ekki bara um
það að ræða, að hann sé vinur
minn, heldur er hann þar að auki
Ernest Hemingvoay! Við verðum
að koma honum í Mayosjúkrahús-
ið.“
Næsta dag hringdi Mary í mig.
Hún var augsýnilega í hræðilegu
uppnámi. Það hafði gerzt hræðileg-
ur atburður þá um nóttina. Vernon
hafði loks fengið Ernest til þess
að fallast á að leggjast aftur inn
í Mayosjúkrahúsið, og það hafði
þegar verið beðið um leiguflugvél
frá Hailay. En Ernest sagði, að hann
yrði að ná í nokkra hluti inn í hús-
ið, áður en hann gæti lagt af stað.
Vernon gaf samþykki sitt með hálf-
um huga, en fyrst hringdi hann í
Don Anderson, sem er bæði stór
og sterkur, og bað hann um að slást
með í förina. Vernon hafði Mary
og hjúkrunarkonuna einnig með í
þessari flugferð.
Þau óku nú öll upp að húsinu,
og Ernest lagði af stað í áttina til
dyranna. Á eftir honum kom Don,
svo hjúkrunarkonan, svo Mary og
loks Vernon. Skyndilega tók Ernest
á rás í áttina til dyranna, þaut inn,
skellti hurðinni aftur á eftir sér og
setti slagbrand fyrir, áður en Don