Úrval - 01.11.1966, Side 100

Úrval - 01.11.1966, Side 100
98 ÚRVAL „Lækningin var ekki langvarandi, eða hvað finnst þér?“ Ég lagði aftur af stað til Holly- wood í byrjun júní og tók á leigu bíl í Minneapolis og ók sjálfur þess- ar 90 mílur til Rochester um fagrar sveitir, þar sem allt var að lifna við í vorblíðunni. Þegar ég nálgaðist herbergi Ernests, sá ég í gegnum opna dyra- gættina, að hann stóð við hátt sjúkraborð, en á því lá útbreitt dag- blað. Ég stóð þarna kyrr við dyrn- ar og kom mér ekki til þess að fara strax inn í herbergið. Þegar ég hafði heimsótt hann áður, hafði hann ætíð birzt mér, dreginn skýrum, afmörkuðum dráttum, en nú var sá maður, er hann eitt sinn hafði ver- ið, alveg horfinn, og maðurinn, sem stóð þarna við borðið, var aðeins nokkurs konar merkiprjónn til þess að sýna, hvar hinn raunveru- legi maður hafði verið. Hann var mjög ánægður, og á einhvern einkennilegan og óskilj- anlegan hátt virtist hann stoltur yif því, að ég skyldi hafa komið í heimsókn. Hann kallaði á hjúkr- unarkonurnar og annað starfs- fólk þarna á deildinni og kynnti það fyrir mér, og hverri kynningu fylgdi lýsing á fortíð minni, nú- verandi starfi og kringumstæðum og framtíðarhorfum mínum. Þegar læknarnir komu, urðu þeir tafar- laust við beiðni Ernests um að mega skreppa í stutta ökuferð með mér. Á leiðinni fór ég að segja Ernest frá Honor, sem hafði nú fengið sitt fyrsta starf, en hann greip strax fram í fyrir mér. Ástand hans virtist nú aftur vera orðið hið sama og fyrrum mér til mikillar sorgar. Það voru hlustunartæki í bílnum og líka í sjúkrastofunni hans. Það sat allt við það sama. Honum fannst hann vera ofsóttur alls staðar. „Það verður ekkert annað vor .... né annað haust.“ Ég nam staðar. Við skildum bíl- inr. eftir og gengum stuttan spöl eftir skógarstíg, sem endaði í rjóðri. Þaðan var fagurt útsýni. Himinninn var heiður og tær, og fuglarnir þreyttu listflug sitt í ilm- andi vorloftinu. Ernest tók alls ekki eftir þessu. Hann byrjaði tafarlaust að rekja fyrir mér raunir sínar í minnstu smáatriðum. Fyrst kvartaði hann um fátækt sína. Síðan fylgdu ásak- anir á hendur bankastjóra við- skiptabanka hans, lögfræðingi hans, lækninum hans, öllum þeim, sem kalla mátti trúnaðarmenn hans. Síðan rakti hann áhyggjur sínar vegna þess, að hann hefði ekki nein viðunandi föt með sér. Og svo voru það skattarnir. Fyrst hugsaði ég sem svo, að það væri bezt að lofa honum að tala að vild, og vonaði, að hann losnaði þannig við þetta farg, sem á honum lá. En loks fylltist ég eins konar reiði, er ég sá hann æða þarna fram og aftur og einblína niður fyrir sig, afmyndaðan af þeirri eymd, sem hann var að lýsa fyrir mér. Og loks gat ég ekki haldið þessari reiði í skefjum lengur, held- ur gekk í veg fyrir hann, svo að hann neyddist til þess að líta upp, og sagði: „Papa, það er komið vor!“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.