Úrval - 01.11.1966, Page 100
98
ÚRVAL
„Lækningin var ekki langvarandi,
eða hvað finnst þér?“
Ég lagði aftur af stað til Holly-
wood í byrjun júní og tók á leigu
bíl í Minneapolis og ók sjálfur þess-
ar 90 mílur til Rochester um fagrar
sveitir, þar sem allt var að lifna
við í vorblíðunni.
Þegar ég nálgaðist herbergi
Ernests, sá ég í gegnum opna dyra-
gættina, að hann stóð við hátt
sjúkraborð, en á því lá útbreitt dag-
blað. Ég stóð þarna kyrr við dyrn-
ar og kom mér ekki til þess að
fara strax inn í herbergið. Þegar ég
hafði heimsótt hann áður, hafði hann
ætíð birzt mér, dreginn skýrum,
afmörkuðum dráttum, en nú var sá
maður, er hann eitt sinn hafði ver-
ið, alveg horfinn, og maðurinn, sem
stóð þarna við borðið, var aðeins
nokkurs konar merkiprjónn til
þess að sýna, hvar hinn raunveru-
legi maður hafði verið.
Hann var mjög ánægður, og á
einhvern einkennilegan og óskilj-
anlegan hátt virtist hann stoltur
yif því, að ég skyldi hafa komið
í heimsókn. Hann kallaði á hjúkr-
unarkonurnar og annað starfs-
fólk þarna á deildinni og kynnti
það fyrir mér, og hverri kynningu
fylgdi lýsing á fortíð minni, nú-
verandi starfi og kringumstæðum
og framtíðarhorfum mínum. Þegar
læknarnir komu, urðu þeir tafar-
laust við beiðni Ernests um að mega
skreppa í stutta ökuferð með mér.
Á leiðinni fór ég að segja Ernest
frá Honor, sem hafði nú fengið
sitt fyrsta starf, en hann greip
strax fram í fyrir mér. Ástand hans
virtist nú aftur vera orðið hið sama
og fyrrum mér til mikillar sorgar.
Það voru hlustunartæki í bílnum
og líka í sjúkrastofunni hans. Það
sat allt við það sama. Honum
fannst hann vera ofsóttur alls
staðar.
„Það verður ekkert annað vor ....
né annað haust.“
Ég nam staðar. Við skildum bíl-
inr. eftir og gengum stuttan spöl
eftir skógarstíg, sem endaði í
rjóðri. Þaðan var fagurt útsýni.
Himinninn var heiður og tær, og
fuglarnir þreyttu listflug sitt í ilm-
andi vorloftinu.
Ernest tók alls ekki eftir þessu.
Hann byrjaði tafarlaust að rekja
fyrir mér raunir sínar í minnstu
smáatriðum. Fyrst kvartaði hann
um fátækt sína. Síðan fylgdu ásak-
anir á hendur bankastjóra við-
skiptabanka hans, lögfræðingi hans,
lækninum hans, öllum þeim, sem
kalla mátti trúnaðarmenn hans.
Síðan rakti hann áhyggjur sínar
vegna þess, að hann hefði ekki nein
viðunandi föt með sér. Og svo voru
það skattarnir.
Fyrst hugsaði ég sem svo, að
það væri bezt að lofa honum að
tala að vild, og vonaði, að hann
losnaði þannig við þetta farg, sem
á honum lá. En loks fylltist ég
eins konar reiði, er ég sá hann æða
þarna fram og aftur og einblína
niður fyrir sig, afmyndaðan af þeirri
eymd, sem hann var að lýsa fyrir
mér. Og loks gat ég ekki haldið
þessari reiði í skefjum lengur, held-
ur gekk í veg fyrir hann, svo að
hann neyddist til þess að líta upp,
og sagði: „Papa, það er komið vor!“