Úrval - 01.11.1966, Side 122

Úrval - 01.11.1966, Side 122
120 ÚRVAL myndir teknar með djúphafs- myndavélum, að á stórum svæðum hafsbotnsins er aðeins nakin klöpp. Hvert hefur setið farið? Sumir vísindamenn útskýra þetta fyrirbrigði með kenningunni um geysilega hringrás, sem marga þeirra grunar, að eigi sér stað í hafdjúpunum, einkum undir sprungunum. Það er dr. Robert S. Dietz, sem starfar hjá „Environ- mental Science Services Admini- stration“, sem hefur fyrst og fremst unnið að rannsóknum, sem og snerta kenningu þessar. Samkvæmt kenningu þessari hreyfist hafsbotn- inn, sem setið fellur á, einnig stöðugt hægt vegna áhrifa frá straumi hins seigfljótandi efnis undir jarðskorpunni. Dietz heldur því fram, að það sé hugsanlegt, að setið berist stöðugt í áttina til út- jaðra meginlandanna, líkt og það væri á færibandi í verksmiðju. En hvers vegna hrúgast setið þá ekki upp í geysilega hauga við út- jaðra meginlandanna? Ef til vill sogast það inn í sprungurnar. Dr. Dietz álítur, að þessar sprungur sé að finna yfir þeim stöðum, þar sem efnisstraumarnir undir jarðskorp- unni eru að hefja ferð sína niður á bóginn á nýjan leik. Þeir draga svolítið af jarðskorpunni á eftir sér og ýta henni með setlagi hennar inn undir meginlöndin. Á slíku dýpi er hitinn í iðrum jarðar nægilega mikill til þess að bræða setið. En þar sem uppruni setsins er upphaflega granít, kristallast setið hægt og verður að granítklöpp á nýjan leik. Set þetta myndast mjög hægt á hafsbotninum, og því er mögulegt, að það geti borizt inn undir meginlöndin og breytzt síðan í granít á nýjan leik nokkurn veg- veginn jafnóðum og það safnast fyrir á hafsbotninum. Þannig kann því að vera svo farið, að megin- lönd jarðar séu stöðugt og að eilífu að endurnýja efnin, sem eyðzt höfðu úr þeim við uppblástur og veðrun og skolazt með árunum til hafs. Og sú endurnýjun fer þá fram á þann hátt, að meginlöndin taká setið aftur til sín „að neðanverðu" fyrir áhrif frá straumhreyfingu hins fljótandi efnis undir jarð- skorpunni. LÍFIÐ í HINU MYRKA DJÚPI. Ljósið kemst ekki lengra en nið- ur á um 3000 feta dýpi í úthöfun- um. Flestar lífverur sjávarins lifa lífi sínu langt fyrir ofan þau mörk eða á aðeins 3000—600 feta dýpi, þar sem um er að ræða nægilega sólarorku til þess að gera sjávar- gróðri fært að framleiða næringar- efni með tillífun blaðagrænunnar. Á áttunda áratug síðustu aldar uppgötvuðu menn á brezkum og bandarískum skipum nýtt „lífs- belti“ í myrkrinu fyrir neðan birtu- mörkin, þar sem allstórir fiskar smömluðu ánægðir um undir tveggja tonna þrýstingi sjávarins. Innri líffæri þessara furðufiska höfðu þróazt og breytzt til þess að gera þeim fært að lifa af hinn geysilega þrýsting sjávarins, sem þeir lifa í. Margir þeirra eru sjálf- lýsandi og hafa kjaft með löngum, hvössum tönnum. Sumir lokka til sín fórnardýrin með dularfullri glóð, þangað til þau eru komin nógu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.