Úrval - 01.11.1966, Qupperneq 122
120
ÚRVAL
myndir teknar með djúphafs-
myndavélum, að á stórum svæðum
hafsbotnsins er aðeins nakin
klöpp. Hvert hefur setið farið?
Sumir vísindamenn útskýra
þetta fyrirbrigði með kenningunni
um geysilega hringrás, sem marga
þeirra grunar, að eigi sér stað í
hafdjúpunum, einkum undir
sprungunum. Það er dr. Robert S.
Dietz, sem starfar hjá „Environ-
mental Science Services Admini-
stration“, sem hefur fyrst og fremst
unnið að rannsóknum, sem og
snerta kenningu þessar. Samkvæmt
kenningu þessari hreyfist hafsbotn-
inn, sem setið fellur á, einnig
stöðugt hægt vegna áhrifa frá
straumi hins seigfljótandi efnis
undir jarðskorpunni. Dietz heldur
því fram, að það sé hugsanlegt, að
setið berist stöðugt í áttina til út-
jaðra meginlandanna, líkt og það
væri á færibandi í verksmiðju.
En hvers vegna hrúgast setið þá
ekki upp í geysilega hauga við út-
jaðra meginlandanna? Ef til vill
sogast það inn í sprungurnar. Dr.
Dietz álítur, að þessar sprungur sé
að finna yfir þeim stöðum, þar sem
efnisstraumarnir undir jarðskorp-
unni eru að hefja ferð sína niður
á bóginn á nýjan leik. Þeir draga
svolítið af jarðskorpunni á eftir
sér og ýta henni með setlagi hennar
inn undir meginlöndin. Á slíku
dýpi er hitinn í iðrum jarðar
nægilega mikill til þess að bræða
setið. En þar sem uppruni setsins
er upphaflega granít, kristallast
setið hægt og verður að granítklöpp
á nýjan leik. Set þetta myndast
mjög hægt á hafsbotninum, og því
er mögulegt, að það geti borizt inn
undir meginlöndin og breytzt síðan
í granít á nýjan leik nokkurn veg-
veginn jafnóðum og það safnast
fyrir á hafsbotninum. Þannig kann
því að vera svo farið, að megin-
lönd jarðar séu stöðugt og að eilífu
að endurnýja efnin, sem eyðzt
höfðu úr þeim við uppblástur og
veðrun og skolazt með árunum til
hafs. Og sú endurnýjun fer þá fram
á þann hátt, að meginlöndin taká
setið aftur til sín „að neðanverðu"
fyrir áhrif frá straumhreyfingu
hins fljótandi efnis undir jarð-
skorpunni.
LÍFIÐ í HINU MYRKA DJÚPI.
Ljósið kemst ekki lengra en nið-
ur á um 3000 feta dýpi í úthöfun-
um. Flestar lífverur sjávarins lifa
lífi sínu langt fyrir ofan þau mörk
eða á aðeins 3000—600 feta dýpi,
þar sem um er að ræða nægilega
sólarorku til þess að gera sjávar-
gróðri fært að framleiða næringar-
efni með tillífun blaðagrænunnar.
Á áttunda áratug síðustu aldar
uppgötvuðu menn á brezkum og
bandarískum skipum nýtt „lífs-
belti“ í myrkrinu fyrir neðan birtu-
mörkin, þar sem allstórir fiskar
smömluðu ánægðir um undir
tveggja tonna þrýstingi sjávarins.
Innri líffæri þessara furðufiska
höfðu þróazt og breytzt til þess að
gera þeim fært að lifa af hinn
geysilega þrýsting sjávarins, sem
þeir lifa í. Margir þeirra eru sjálf-
lýsandi og hafa kjaft með löngum,
hvössum tönnum. Sumir lokka til
sín fórnardýrin með dularfullri
glóð, þangað til þau eru komin nógu