Úrval - 01.08.1968, Qupperneq 28

Úrval - 01.08.1968, Qupperneq 28
26 ÚRVAL sviði heyrnarleysingjakennslu. Séu „decibel“ notuð, þá er hægt að skrifa þúsund trilljón sem 100 db. Hávaði getur skemmt heyrn á ýmsan hátt. Hljóðhimnan rifnar sjaldan, en heyrnardeyfð er al- gengur atvinnusjúkdómur, sem er tengdur vissum atvinnugreinum. Menn voru farnir að gera sér góða grein fyrir því þegar á 19. öld, að járnsmiðir, ketilsmiðir og aðrir þeir, sem unnu við störf, sem mik- ill hávaði var fylgjandi, urðu oft heyrnardaufari á síðari árum sín- um en annað fólk. Leo L. Beranek, hljómburðar- verkfræðingur, hefur tekið eftir því, að þrítugir starfsmenn, sem unnið hafa við hávaða, sem er að meðaltali 90 db, í 10 ár eða lengur, hafa oft og tíðum misst jafnmikla heyrn og þeir menn á sjötugs- og áttræðisaldri, sem hafa unnið í umhverfi, þar sem ekki hefur verið sérstaklega hávaðasamt. Hættumarkið fyrir flesta einstakl- inga er einhvers staðar á milli 80 og 85 db. Yfirmenn bandaríska flughersins, en honum fylgir geysi- legur hávaði, hafa ákvarðað, að þegar hávaðinn komist upp í 85 db, verði starfsmenn flughersins að verja eyru sín með einhverjum ráðum. Það getur að vísu orðið um nokkurn heyrnarmissi að ræða við um 80 db hávaða, en það er talsvert fyrir neðan ýmsan hávaða, sem er algengur í daglegu lífi fólks. Fáir borgarbúar geta komizt undan hættulegum áhrifum í þessu efni. Síðustu 30 árin hefur hávað- inn aukizt að meðaltali um 1 db á ári. Hávaðinn er mismunandi eftir orkuuppsprettu hans. Vélsláttuvél- ar, sem voru algengar fyrir 15 ár- umð gengu fyrir 1 hestafls bensín- vél, en nú hafa sumar 12 hestafla vél. Hávaði innanhúss magnast af völdum bergmáls, þ.e. hann end- urkastast. Flestar ryksugur hafa vél, sem er meira en 2 hestöfl. Þeg- ar lofthreinsidæla, uppþvottavél og ruslamölunarvél eru allar í gangi í eldhúsinu samtímis, getur hávað- inn komizt upp í 100 db. Hljómur í stereogrammófóni með 60 vatta hljómafli á rás getur skollið á eyr- anu með sexföldum þeim hávaða, sem raunveruleg hljómsveit fram- leiðir í leik sínum. Umferð á yfirborði jarðar mynd- ar hávaða á nokkur hundruð metra breiðu belti meðfram öllum hrað- brautum. Hraðbrautirnar færa þannig borgina út á landsbyggð- ina. Það eru greiddar skaðabætur fyrir landeignir og húseignir, sem lagðar eru undir þjóðvegi, en eng- ar fyrir glataðan frið og ró meðal þeirra, sem nálægt þjóðvegunum búa. Það hafa komið fram sannfær- andi sönnunargögn fyrir því, að milljónir Bandaríkjamanna verða fyrir einhverjum heyrnarmissi vegna of mikils hávaða í því um- hverfi, sem þeir lifa og hrærast í. Og venjulega vita þeir ekki af þessu. Dr. Samuel Rosen og aðrir hafa gert heyrnarmælingar á Mabaankynflokknum, sem býr á sérstaklega friðsælu og hlióðu eyði- merkursvæði í suðausturhluta Súdan. Flestir Bandaríkjamenn (og þó fremur karlar en konur) þjást af alvarlegum heyrnarmissi á efri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.