Úrval - 01.08.1968, Síða 52

Úrval - 01.08.1968, Síða 52
50 ÚRVAL frumkrafta náttúrunnar — jörð, eld og vatn. Vegna löngunar okkar til að kynnast þessum frumkröftum, ók- um við, þrír Bandaríkjamenn ásamt finnskum gestgjafa okkar, til Vas- kinemi í útjaðri Helsinki, þar sem hafið og birkiskógarnir mætast. Þar fórum við í sauna. Við klæddum okkur úr hverri spjör og hneigðum okkur virðulega fyrir gæzlumanni baðsins, roskinni konu, sem var í óða önn að nudda mannveru, er lá þarna á stórum bekk. Því næst fórum við inn í gufu- herbergið, sem var dimmur og lítill klefi, auðþekktur af öllum, sem les- ið hafa Dante: Nokkrar fordæmd- ar sálir sátu þarna rennandi sveitt- ar á bekkjunum og földu andlitið í höndum sér. Steinhnullungar, sem hitaðir voru yfir eldi frá birkiviðar- bútum, hituðu herbergið mjög mik- ið. Þó að mælirinn sýndi 130 stig á Fahrenheit, fannst leiðsögumannin- inum það ekki nóg og skvetti því vatni á steinana til að auka gufuna. Reykherbergið er og mjög forn gerð af sauna og er algengt jafn- vel á hinum allra fátækustu heim- ilum. í Finnlandi eru 900.000 sauna böð, eitt á hverja sex íbúa. Reykur- inn gefur af sér hressandi og töfr- andi angan, segir í ferðapésanum. Næmt fólk er mjög hrifið af opnum eldinum. Þrjár næmar mannverur stóðu þarna og horfðu hugfangnar í eld- inn. Því næst skreiddumst við út úr klefanum og inn í annan mjög heitan, en reyklausan. Ekki fannst Kai, leiðsögumanni okkar samt nógu heitt þar inni, þó að hitamælirinn sýndi 176 stig á Fahrenheit. „Þetta er ekki sauna,“ sagði hann og tók að fást við eldinn. „Það hlýnar eftir eina eða tvær mínútur.“ Og áður en leið á löngu var hitinn orðinn 219 stig. Trúboðar eru steikt- ir við 212 stig! Þá nota menn birkigreinaknippi til að lemja sjálfa sig. Kai hellti vatni á gólfið og bekkina, til að kæla þá, en það gufaði upp samstundis. Og þó að við sætum á þykkum handklæðum, voru seturnar óþægi- lega heitar. Einnig veltu menn sér til skipt- is á gólfinu og lömdu sig með birki- greinunum eins og meinlætamenn. Að því loknu hlupum við út og böðuðum okkur í sjónmn. Finnski' flóinn er mjög kaldur og það eru mikil viðbrigði að stinga sér beint í sjóinn úr heitri gufunni. Því næst þvoðum við okkur, en við það hjálpaði gæzlukonan. Hún bar fyrst á okkur sápulög, en nudd- aði okkur síðan vel og vandlega, og að lokum neri hún höfuð okkar með röku, grófu handklæði. Mikil vellíðan fer um mann, þegar þess- ari meðhöndlun er lokið, og kraft- ur og þrek býr í hverjum vöðva og taug. Þetta er sauna. Og þegar menn hafa einu sinni kynnzt því, geta þeir vart án þess verið. Á veturna, þegar sjórinn frýs, er að sjálfsögðu ekki hægt að synda en þá velta menn sér upp úr snjónum í staðinn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.