Úrval - 01.08.1968, Page 62

Úrval - 01.08.1968, Page 62
60 ÚRVAL á haugi miklum í skógarrjóðri, og höfðu ógrynni fjár verið lögð að fótum hennar. Moldin í haugnum var beinlínis blönduð peningum. Stóra skál hafði hún í skauti sér. Víkingar létu greipar sópa um auðæfin, höfðu á burt með sér allt það er þeir máttu og lögðu til hlutskiptis. En á heimleiðinni varð Þórir missáttur við lagsmann sinn, þann er Karli nefndist og lét Karli líf sitt í þeirra viðskiptum, en hinn þriðji, Gunnsteinn, hvarf á burt. Eftir það náði Þórir öllum feng þeirra í sinar hendur. Á þessum tímum stóð líkneskjan í skógi nálægt bökkum þverár sem fellur í Dvínu. En þegar Rússar fóru að færa byggð sína í þessa átt á kostnað Bjarma, fluttu Bjarmar goð sitt með sér austur yfir Úral- fjöll, þangað sem stórfljótin Ob og Irtisj mætast. Sebastian Munster, Georg Merca- tor og aðrir kortagerðarmenn 16. aldar mörkuðu hinni gullnu gyðju“ stað á kortum sínum. Sigismund Herberstein barón hafði fregnir af henni þegar hann kom til Moskvu árið 1549. Honum var sagt að líkneskjan væri hol að innan, og að inni fyrir væri önnur mynd og innan í henni hin þriðja, þrír ætt- liðir í einum eftir því sem sagt var. Þegar vindurinn lék um hið hola tré,, ýlfraði ömurlega í því, svo að skar í hjarta þeirra er heyrðu. Eng- inn mátti augum líta gyðjuna, sem stóð í helgum lundi. En hvenær sem einhver af Björmum gekk þar hjá og heyrði kvein vindsins, varð hann að leggja frá sér einhver verðmæti á trjágreinarnar: gull- peninga, skinnavöru eða ofin klæði. En verðir gyðjunnar, klæddir rauð- um stökkum, fóru um skóginn á degi hverjum og hirtu gjafir gyðj- unnar, og gekk sú staða að erfðum. Virðist Jumalalundurinn þannig hafa verið einskonar fjárhirzla þeirra Bjarma. Þegar mikið hafði safnazt af gulli, var það steypt upp í hylki sem lokaðist utan um eldri líkneskjuna, með öllu því sem í henni var. Einhverjar sagnir voru líka um, að innsta og elzta líkn- eskjan hefði verið höfð heim frá Róm þegar sú borg var rænd forð- um. Það styður þessa sögn að getið er um „eirgæs“, sem átti að hafa staðið við hlið Jumala. Bjarmar höfðu ekkert sérstakt dálæti á gæs- um, svo að hin heilaga gæs þeirra hlýtur að hafa verið aðfengin. Svo er það líka vitað, að handverks- menn í fornöld kunnu þá list að smíða hluti hola að innan þannig, að „söngur“ kæmi innan úr þeim. Og enn bendir það í sömu átt, að fornar sagnir um líkneskjuna eigna henni tign og fegurð, sem vel mundi sæma fornrómverskri gyðju, en stingur mjög í stúf við hin venju- legu skurðgoð þeirra ættflokka sem töframenn eða skémenn ráða fyrir, og oftast eru höfð sem ljót- ust til þess að hræða með þeim. Þegar hinn enski ferðalangur Giles Fletcher, kom til Moskvu ár- ið 1584, gerði hann út leiðangur til Úralfjalla undir forustu manns, sem hét Bogdan, en þeir fundu ekki hina „gullnu gyðju". Frá þessu er sagt í bók Fletchers: Um auðæfi Rússaveldis. Eftir að Herberstein sleppir, hafa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.