Úrval - 01.08.1968, Qupperneq 70

Úrval - 01.08.1968, Qupperneq 70
68 innri rödd, er hughreysti mig og sagði: „Berstu fyrir réttlætinu og sannleikanum. Guð mun ávallt fylgja þér.“ Allur kvíði og ótti hvarf nú sem dögg fyrir sólu og öryggis- leysið var horfið. Ég var reiðubú- inn að mæta hverju sem var. Ytri kringumstæður voru þær sömu, en hið innra með mér ríkti friður, er guð hafði veitt mér. Þremur sólarhringum síðar var sprengju varpað að heimili okkar. Þótt furðulegt megi virðast, tók ég fregninni um sprenginguna með hinu mesta jafnaðargeði, því að nú vissi ég, að guð getur gefið okkur styrk til að mæta raunum lífsins. Gerum þessa sannfæringu að boð- skap okkar. Þegar okkur finnst dag- arnir dimmir og vandamálin óleys- anleg, þá skulum við minnast þess, að til er blessandi máttur, sem leyst getur úr öllum vanda og breytt hin- um dökku gærdögum í bjarta morg- undaga. Emerson vissi, að óttinn eyðir kröftum mannsins, þess vegna skrif- aði hann: „Sá sem sigrast ekki dag hvern á óttanum hefur ekki lært listina að lifa.“ Ég á ekki við, að við ættum að reyna að útrýma óttanum algjör- lega úr mannlegu lífi. Þó að það væri hægt, held ég, að það sé samt ekki hygilegt. Eðlilegur ótti vernd- ar og bætir, en óeðlilegur lamar. Eðlilegur ótti hvetur okkur til að auka velferð einstaklingsins og heildarinnar, en hinn óeðlilegi eitr- ar stöðugt og sundrar innra lífi okkar. Vandamálið er ekki fólgið í því að reyna að losna við hann, heldur að ná valdi á honum og ÚRVAL stjórna. En hvernig náum við valdi á óttanum? í fyrsta lagi verðum við að hafa þor til að horfa af hreinskilni á ótt- ann. Ef við gerum það, komumst við að raun um, að hann á oft ræt- ur að rekja til bernsku okkar. Mað- ur sem sí og æ óttast dauðann eða refsingar og kvalir í öðru lífi, get- ur komizt að raun um, að hræðslan stafar af reynslu, sem hann varð fyrir þegar hann var barn. í huga hans býr minningin um refsingu foreldranna, þegar hann var lokað- ur einn og yfirgefinn inni í auðu herbergi. Og maður sá, sem þjáist af minnimáttarkennd og finnst hann vera út undan í þjóðfélaginu, getur komizt að raun um að hún á rætur að rekja til þess, hve afskiptalaus hann var í bernsku. Móðir hans hef- ur ef til vill verið mjög eigingjörn og ekki haft tíma til að sinna hon- um, og sama máli hefur gegnt um föður hans. Með því að grafast fyrir um or- sakir óttans og draga hann fram í dagsljósið, getur farið svo, að við komumst að raun um, að hann er oftar byggður á ímyndun en raun- veruleika. f öðru lagi getum við yfirrunnið óttann með því að efla með okkur hugrekki. Við getum ákveðið að láta ekkert skjóta okkur skelk í bringu, hversu óttalegt sem það er. Hugrekkið horfist í augu við ótt- ann og sigrast á honum, bleyðu- skapurinn birgir hann inni og lýtur því í lægra haldi fyrir honum. Hug- rakkir menn glata aldrei gleðinni yfir því að vera til, bleyður eru
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.