Úrval - 01.08.1968, Qupperneq 74

Úrval - 01.08.1968, Qupperneq 74
72 ÚRVAL Páll var rómverskur þegna, og því hefur honum verið leyft að hafa tvo þræla, jafnvel þótt hann væri fangi. Félagar hans, læknirinn Lúkas og Makedoníumaðurinn Aristarchus, hafa kannske komið í stað þrælanna tveggja. Páll lét sig ekki miklu skipta stöðu sína sem fangi. Hann hafði lengi langað til þess að koma til Rómaborgar. Páll steig um borð í lítið kaup- skip ásamt þeim hinum, en það skyldi sigla til hafnarbæjarins Adrumythium, fyrir suðaustan Troas í Litlu-Asíu. Skip þetta kann að hafa verið allt að 70 fetum á lengd með allt að 125 tonna burð- arþoli, en lítilli ristudýpt, svo að það gæti auðveldlega komizt inn í litlar hafnir. Það mjakaðist fram hjá hafnargarðinum í Caesareu og skildi að baki sér hið tignarlega Stjórnarhús niðri við höfnina, þar sem rómverski umboðsmaðurinn bjó. Hið síðasta, sem Páll hefur komið auga á í Caesareu, hefur verið marmaramusteri borgarinnar, skínandi hvítt, á hæð, sem gnæfði yfir borgina. Hafi veðrið verið gott við brottför þeirra, mun hafið hafa verið dásamlega blátt á litinn, er skipið sigldi fram hjá Carmelfjalls- höfða við Haifaflóa nokkrum klukkustundum síðar og stefndi í áttina til Sidon (Saida), sem var fyrsta viðkomuhöfn þess. I Sidon var Páli leyft að heim- sækia vini sína þar, en líklega hefur hermaður verið í för með honum. Síðan lagði skipið á hafið að nýju og sigldi „í skjóli við Kýp- ur, þar sem við höfðum mótvind“. Þeir voru þannig komnir á vit hinan ríkjandi vestlægu vinda og fóru fyrir austan Kýpur í norð- ur og norðausturátt til strandar- innar í Ciliciu (sem er nú í Tyrk- landi), og svo héldu þeir í nokk- urn veginn vestlæga átt meðfram strönd Litlu-Asíu og notfærðu sér landgoluna, sem hamlaði dálítið á móti hinum vestlæga vindi. Á þenn- an hátt náðu þeir til Myru í Lyci (sem er nú í Tyrklandi). í Myru átti Júlíus, hersendiboði keisarans, engra kosta völ. Hann hefði getað haldið áfram sjóleiðis til borgarinnar Philippi í Make- doníu. Frá Philippi hefði hann svo getað ferðazt á landi Egnatisleið- ina allt til Adríahafs og tekið það- an skip til Rómar. En sú leið hefði haft enn meiri vandamál í för með sér fyrir hann en sjóleiðin. Það var fanganna vegna. Þess í stað gerði hann ráðstafanir til þess, að þeir kæmust frá Myru með korn- skipi, sem sigla átti til Ítalíu. Hann var nokkuð hikandi við að taka þessa ákvörðun, því að þetta var síðla árs, en hann ákvað samt að hætta á siglingu þvert yfir opið haf. Sjóleiðin til Philippi var alveg eins hættuleg. Þar voru eng- ir vitar á ströndum, áttavitinn var ekki til, öll kort voru mjög ófull- komin, og það gat auðveldlega gerzt, að skip týndist, ef skýjað var og lélegt skyggni, jafnvel þótt það grillti í land. Allar siglingar á því svæði voru mjög hættulegar, eftir að komið var fram í miðjan september. Og siglingar þar lágu sem sagt alveg niðri frá 10. nóvem- ber til 10. marz. Siglingar kornskipanna voru al-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.