Úrval - 01.08.1968, Síða 77

Úrval - 01.08.1968, Síða 77
HÆTTULEG SJÓFERÐ 75 plankarnir sveigðust ekki í áttina frá skipsröngunum. Hvað sem líður skilgreiningu á öryggisráðstöfun þessari, þá styrktu sjómennirnir a.m.k. skipsskrokk- inn á einhvern hátt, og nú fundu þeir til örlítið meiri öryggiskennd- ar en áður. En samt þorðu þeir ekki að halda áfram að láta skipið reka undan vindi, því að þá gæti þá rekið upp á Syrtissanda, grynning- ar úti fyrir strönd Norður-Afríku. Þeir felldu því stórseglið. Líklega hefur skipið einnig dregið einhvers konar akkeri á eftir sér. Annan daginn jók storminn aug- sýnilega. „Við köstuðumst til af ofsa stormsins,11 skrifar Lúkas. Og hann skýrir frá því, að sjómennirn- ir hafi þá létt á skipinu með því að kasta hluta farmsins fyrir borð. Þriðja daginn varð ástandið svo slsemt, að þeir vörpuðu ýmsu af búnaði skipsins fyrir borð. Og Lúkas heldur áfram frásögn sinni með þessum orðum: „í nokkra daga sáum við hvorki sólina né stjörnurnar, og hvass stormur rak okkur hratt á undan sér, svo að við höfðum misst alla von um að kom- ast af, er hér var komið sögu, og okkur skorti mjög mat.“ Svo ávarpaði Páll þá, sem um borð voru. Hann gat samt ekki látið hjá líða að segja sem svo: „Þetta sagði ég ykkur.“ En svo flýtti hann sér að bæta við hugg- unarorðum. „Ég vil ekki, að þið missið móðinn, iafnvel ekki núna,“ sagði hann. „Það mun ekki verða neitt manntjón ykkar á meðal. Skipið eitt mun farast." Og hann skýrði frá sýn, þar sem engill hafði fullvissað hann um þetta og einn- ig, að þeim mundi skola á land á eyju. Er skipið hélt nú áfram að reka undan vindi, reyndu mennirnir við við stýrið að stýra á stjórnborða, hvenær sem slíkt var hægt, til þess að reyna að koma í veg fyrir, að skipið nálgaðist grynningarnar úti fyrir Norður-Aíríku enn meira. Þeir reyndu að beina því í áttina til Ítalíu eða a.m.k. Sikileyjar eft- ir því sem tök voru á. Stefna skips- ins hefur því stundum verið vest- læg, en svo hefur hún aftur orðið suðvestlæg þrátt fyrir viðleitni mannanna. En þeir hafa af fremsta megni reynt að stefna í norðvest- ur. Það eru rúmar 500 mílur frá Krít til Möltu. Þá vegalengd sigldu þeir á 14 dögum, enda fóru þeir ekki í beina stefnu. Það þýðir, að þeir hafa siglt minna en 2 mílur á klukkustund að meðaltali. Hefðu þeir getað siglt í zigzagstefnu, hefðu þeim miðað nokkuð fljótar áfram. Um miðnætti fjórtánda dag ferð- arinnar heyrðu sjómennirnir brim- hljóð, og þeir tóku að lóða dýpið. Fyrst var það 20 faðmar, en stuttu síðar aðeins 15. Þeir höfðu enga hugmynd um stöðu skipsins vegna myrkurs. Því vörpuðu þeir fjórum akkerum úr skutnum, lækkuðu framseglið og biðu birtingar. Rétt fyrir dögun bjuggu sjómennirnir sig undir að sjósetja litla bátinn, og þeir stungu upp á því, að akkerum skyldi einnig varpað úr stefni. Lúkas tekur það fram, að sjó- mennirnir hafi verið að reyna að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.