Úrval - 01.08.1968, Side 117

Úrval - 01.08.1968, Side 117
BIRKIKOFI 115 var allt í óreiðu. Hún leit strax á hann rneð hatursíullu augnaráði. ,,Hver ert þú?“ spurði hún. „Ég er hér til þess að hjálpa þér.“ „Þú átt við, að þú sért hér til þess að heilaþvo mig! Ég þekki þig og þína líka. Ég veit nákvæmlega hvernig heili þinn starfar!“ „Hvernig?" spurði Fortell vin- gjarnlega. „Nákvæmlega eins og heili við- bjóðslegrar skítalöggu," hvæsti hún. „É'g hata löggur, og ég hef enga þörf fyrir félagsráðgjafa. Ég hef engin vandamál við að stríða. Ég vil bara fá barnið mitt!“ „Hvar er barnið þitt?“ „Löggurnar og barnaverndar- nefndin hafa tekið hana frá mér. Þessar vesælu skítalöggur! einhvern góðan veðurdaginn skal ég ná mér í vélbyssu og mola hausana á þeim öllum! Ég skal myrða alla, sem hindra mig í að fá barnið mitt aft- ur!“ Fortell héit áfram rólegri röddu: „En hvernig ættir þú að geta séð um lítið barn, þegar þú getur jafnvel ekki séð um sjálfa þig?“ Linda spratt á fætur með kreppta hnefa. „Snautaðu burt.. þú ... veizt ekkert um barnið mitt! Þú ert einn af þeim! Ég skal myrða þig, hel- vítis nazistasvínið þitt!“ Fortell hallaði sér aftur á bak í stólinn án þess að sýna á sér nokk- ur merki reiði, ótta né jafnvel ör- lítillar gremju vegna hótana hennar og skammaryrða. Hún var auðsýni- lega alveg forviða á þessum við- brögðum hans, Hingað til höfðu ó- vinir hennar alltaf orðið reiðir eða hneykslaðir. „Jæja þá, Linda,“ sagði Fortell bara, þegar hún þagnaði. „Ég fer núna, en þú skalt bara segja til, þegar þú óskar eftir að tala við mig aftur.“ „Æ, farðu til helvítis, þitt . . . . “ hvæsti hún. Fortell fór síðan á fund frú Fern Weihers, sem er yfirmaður félags- ráðgjafanna í „Bírkikofa". Bæði hún og „húsforeldrarnir" eru í rauninni ólærðir starfsmenn. Þessar stöður krefjast ekki neins háskólanáms. En hjartahlýja, mannkærleiki, samúðog dýrkeypt lífsspeki, sem lífsreynslan ein veitir, auk venjulegrar heil- brigðrar skynsemi er oft meira virði en heil runa af doktorsgráðum. Kjörorðið á stofnunum sem „Birkikofa" er samvinna, og starfs- fólkið allt ræðir stöðugt ástand nem- endanna á hverjum tíma. Það held- ur fundi, og allir taka þátt í þeim fundarstörfum, allt frá Renée Fort- ell, frú Weiher og „húsforeldrun- um“ (sem eru 18 talsins) til vin- gjarnlega, rólega húsvarðarins, sem hefur verið mörgum stúlknanna sem eins konar faðir. Sé allt starfsfólk „Birkikofa“ talið með, má segja, að þar sé einn starfsmaður fyrir hvern nemanda, en slíkt er einmitt mjög þýðingarmikið. Á þann hátt finnur sérhver stúlknanna fyrr eða síðar fyrir þeirri kennd, að hún eigi sér- stakan einkavin meðal starfsfólks- ins, Skrifborð frú Weihers stendur í eins konar glerbúri, sem gegnir hlutverki sem stjórnarstöð „Birki- kofa“ (enda er þar ekki nein opin- ber skrifstofa). Þangað fór Fortell og skýrði henni frá síðustu fréttun- um af Lindu. „Leyfðu henni bara
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.