Úrval - 01.09.1971, Page 19

Úrval - 01.09.1971, Page 19
HVER SYRGIR HERBIE WlRTH? 17 ÚR READERS DIGEST EFTIR JOSEPH P. BLANK að ganga hús úr húsi í Northside- hverfinu í Indianapolis og bjóða húsmæðrum ýmsar vörur til heim- ilishalds. Prestsfrúin hafði keypt diskaþurrkur af honum, og hann minntist þess óljóst að hafa ein- hvern tíma séð Wirth: „Lítill mað- ur, grátt hár hans var alltaf vand- lega greitt, alltaf kurteis, aldrei of ýtinn í sölumennsku sinni. Hann hafði aldrei neitt sérstakt á boðstól- um, sem okkur langaði til að kaupa, en við keyptum samt alltaf eitthvað af honum.“ Hver mundi fylgja slík- um manni til grafar? ALEINN MITT í MANNHAFINU Herbert Wirth fannst ekki, að hann væri nokkrum manni hér í heimi mikils virði. Hann var 73 ára að aldri, rúm 5 fet á hæð, lítill og pervisinn maður. Hann leit ekki út fyrir að vega meira en 100 pund. Hann átti enga ættingja. Engir vin- ir heimsóttu hann, og hann heim- sótti ekki neinn. Hann bjó einn í snotru, hvítu timburhúsi, sem hann hafði erft eftir móður sína, sem dó árið 1957. í 27 ár samfleytt starfaði Herbie að sölumennsku sinni með smáhlé- um og þrammaði götu eftir götu og hús úr húsi. Síðustu 11 árin vann hann við þetta a. m. k. 6 daga vik- unnar. Hann gekk alltaf undir nafn- inu Herbie. því að mjög fáir vissu, hvert ættarnafn hans var. Hann bar jafnan tvo stóra pappírspoka fulla af diskaþurrkum, þvottapokum, pottaleppum, pottasköfum, hár- böndum, skóreimum og fleiri slík- um vörum. Allt kostaði þetta 25 cent að undanskildum skrautlegum, handofnum pottaleppum, sem búnir voru til af unglingsstúlku einni, sem bjó við sömu götu og hann. Þá seldi hann fyrir hana á 50 cent stykkið og neitaði að taka nokkur sölulaun af henni. „Ég get ekki fengið þessa fallegu pottaleppa hjá þeim, sem ég fæ vörurnar mínar hjá,“ sagði hann við hana. „Og ég veiti bara við- skiptavinum mínum betri þjónustu með því að hafa þá á boðstólum." Hann fór alltaf að heiman á morgnana klukkan hálf níu og hélt fyrirfram skipulagða leið, sem tæki hann 8—9 tíma að fara. Hann leit ekki á sjálfan sig sem götusala. „Ég er venjulegur sölumaður," sagði hann stundum við gamla viðskipta- vini, „og ég beiti sálfræðilegum að- ferðum við sölustörf mín. Ég býð aðeins fyrsta flokks vörur. Ég skipu-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.