Úrval - 01.09.1971, Side 21

Úrval - 01.09.1971, Side 21
HVER SYRGIR HERBIE WlRTH? 19 þess að kaupa af honum. „Og ég vil, að þið þekkið mig sem nágranna, en ekki sem sölumann við dyrnar hjá ykkur.“ Hann rakaði saman laufblöðum í görðum sumra viðskiptavina sinna og mokaði fyrir þá snjó af gang- og akstígunum. Og hann dró þá ekki af sér, þótt vinnan væri erfið. „Ég er kannske svolítið seinn, en ég vanda mig,“ sagði hann stoltur. „ER ÞAÐ HANN HERBIE OKKAR?" Þegar Herbie hafði lokið söluferð sinni síðla síðdegis, kom hann jafn- an við á bensínstöð einni tæpum tveim götulengdum frá húsinu sínu. Þar skipti hann á smápeningum sín- um og seðlum og sat svolitla stund á stöðinni og rabbaði við afgreiðslu- mennina. Oft gæddi hann sér þá á vanilluís. „Ég reyki hvorki né drekk,“ sagði hann oft, „en ég hef samt einn löst, og það er vanilluís- inn.“ Þegar hann kom heim, bjó hann til kvöldmat handa sér. Venjulega var þar um að ræða niðursoðinn lax, niðursoðið grænmeti og brauð- sneiðar með þykku lagi af hnetu- smjöri. Svo hreinsaði hann vel og vandlega til í húsinu, þvoði af sér föt og burstaði skóna sína. En á meðan hlustaði hann á sígilda tón- list í útvarpinu. Á hverjum laugardagsmorgni gekk hann 18 götulengdir til risa- kjörbúðarinnar, sem hafði uppá- haldsbrauðið hans á boðstólum. Hann kom þangað alltaf, nokkrum mínútum áður en nýju brauðin voru sett í hillurnar. Hann keypti sér vikubirgðir af því, hélt svo heim með brauðin og lagði svo af stað í söluferð. 30. janúar síðastliðinn mokaði Herbie snjó af gangstígum og öku- stígum við nokkur hús og hélt svo til risakjörbúðarinnar og var kom- inn þangað á venjulegum tíma. Þetta var á laugardegi. Hann var að bíða eftir því, að brauðin kæmu, þegar hann hneig niður án þess að segja orð og dó samstundis. Nokkrir af nágrönnum Herbie fréttu um andlát hans sama dag. Flestir þeirra hættu um stund við störf sín, þegar þeir heyrðu þessar fréttir. Helzti kvilli Herbie hafði verið höfuðverkur, sem hann fékk öðru hverju. Og enginn hafði vitað til þess, að hann væri nokkurn tíma veikur. Það var erfitt að trúa því, að þessi skorpni og hraðstígi, litli maður, sem varð sífellt lotnari með árunum, sæist ekki framar á göt- unum. Tveim dögum síðar birtist nafn Herbie í jarðarfararauglýsingum í dagblöðunum. Nokkrir viðskipta- menn hans hringdu hver í annan og spurðu: „Er það hann Herbie okk- ar?“ „ÉG ÆTLA AÐ FARA“ Eiginkona lögfræðings eins hringdi í útfararstjóra og spurði: „Hvernig fer greftrunin fram, þeg- ar um er að ræða persónu, sem á hvorki ættingja eða vini?“ „Við fáum prest til þess að fara með bæn,“ svaraði hann. „Svo fara tveir eða þrír starfsmenn okkar með kistunni í kirkjugarðinn og eru viðstaddir greftrunina. Við gerum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.