Úrval - 01.09.1971, Blaðsíða 22
20
ÚRVAL
bara það litla, sem við getum gert.“
En hve það er hræðilegt, að eng-
inn, sem þekkir Herbie, verður við-
staddur jarðarför hans! hugsaði
konan. Nei, það skal ekki verða
þannig. Ég ætla að fara. Sama hugs-
unin var að fæðast í huga ýmissa
annarra, sem höfðu þekkt Herbie.
Ekkja ein, sagði við grannkonu
sína: „Það hefur gerzt dálítið sorg-
legt! Hann Herbie er dáinn.“
Þá svaraði nágrannakonan: „Ég
var einmitt að hugsa um hann í
gær. Ég var einmitt að bíða eftir
því, að hann kæmi, svo að ég gæti
keypt af honum diskaþurrkur." Hún
fór að gráta.
„Hann á engan að,“ sagði vinkona
hennar, „alls engan. Við verðum að
fara.“
„Já, við verðum að vera við-
staddar jarðarförina."
Blaðamaður við „Stjörnuna“ í
Indianapolis, sem hafði eitt sinn átt
viðtal við Herbie Wirth um líf hans
sem umferðarsala, skrifaði minn-
ingargrein um hann í blað sitt dag-
inn fyrir jarðarförina. Þar minntist
hann á það, að Herbie hefði sagt
honum, að hann óttaðist, að enginn
mundi fylgja sér til grafar. Flestum
viðskiptamanna Herbie í Northside-
hverfinu var enn ókunnugt um and-
lát hans, er þeir lásu greinina.
Þetta kvöld hugsuðu og töluðu
margir fullorðnir og margir ungl-
ingar í hverfinu um Herbie. Þeir
skynjuðu skyndilega einmanaleika
hans, er þeim varð hugsað til þess
tíma á ævi sinni, þegar þeir höfðu
verið einmana. Þeir voru snortnir
af kvíða hans um, að enginn kæmi
til þess að kveðja hann hinzta sinni.
Og því ákváðu margir að fylgja
honum til grafar, jafnvel þótt eng-
inn annar yrði þar viðstaddur.
Bílasali einn, sem hafði fengið
hjartaáfall fyrir skömmu, minntist
þess, þegar bíllinn hans hafði festst
í snjónum á akstígnum fyrir fram-
an bílskúrinn. Læknirinn hafði
harðbannað honum að moka.
Skyndilega birtist Herbie og mok-
aði burt snjónum fyrir hann. Bíla-
salinn sagði við konuna sína: „Ég
ætla að fylgja honum Herbie til
grafar.“ Hún kinkaði kolli og sagði:
„Ég ætla líka að gera það.“
GAMLIR SEM UNGIR, RÍKIR
SEM FÁTÆKIR
Sumum fannst það persónuleg
skylda sín að fylgja Herbie til graf-
ar. Eiginmenn lögðu af stað í vinnu
á venjulegum tíma og urðu stein-
hissa, þegar þeir hittu konur sínar
í kirkjugarðinum. Gagnfræða- og
menntaskólanemar og háskólastúd-
entar skrópuðu í skólanum. Og þeim
brá heldur en ekki í brún, þegar
þeir sáu svo foreldra sína í kirkju-
garðinum.
Gamlir sem ungir, ríkir sem fá-
tækir, svartir sem hvítir stefndu í
áttina til kirkjugarðsins klukkan 9
að morgni, heilum tíma áður en út-
förin átti að fara fram. Þar gat að
líta minkapelsa, gallabuxur og
snjáðar, gamlar kápur. Hermenn og
sjóliðar í einkennisbúningi og kaup-
sýslumenn í dökkum jakkafötum
gengu yfir stóra kirkjugarðinn á
Kórónuhæð og stefndu í átt til ný-
teknu grafarinnar. Gamalt fólk
staulaðist þreytulega en ákveðið
áfram. Sumt gekk við staf. Vöru-