Úrval - 01.09.1971, Side 27
GOLDA MEIR
25
Þessi sko-pmynd táknar deiluna um Súez-skurÖinn. Golda Meir og Sadal
skiptast á aö svara neitandi öllum tillögum um lausn málsins.
á biðstofunni. Síðan faðmaði hún
konuna að sér og þakkaði henni fyr-
ir heimsóknina.
Golda hefur geysilega langan og
strangan vinnudag, sem mundi
reynast mörgum henni yngri um
megn. Hún fer á fætur klukkan sjö
og vinnur til klukkan eitt eða tvö
eftir miðnætti. Hún stjórnar ríkis-
stjórninni ekki aðeins úr skrifstofu
sinni, heldur einnig úr eldhúsinu.
Ráðherrar og ýmsir háttsettir em-
bættismenn ríkisstjórnarinnar korna
oft við í hinum opinbera forsætis-
ráðherrabústað seint á kvöldin til
þess að fá kaffi og smurt brauð,
sem hún útbýr sjálf, þar sem ekk-
ert þjónustufólk býr í forsætisráð-
herrabústaðnum.
Golda þvær upp diskana, áður en
hún fer í háttinn. Hún getur ekki
hugsað sér að skilja þá eftir til
næsta morguns. Sá litli svefn, sem
hún nýtur, er oft truflaður af þýð-
ingarmiklum símahringingum frá
aðalbækistöðvum hersins eða frá
sendiráðum ísraels um víða veröld.
Eitt sinn stakk einn aðstoðarmað-
ur hennar upp á því, að hún tæki
sér leyfi. „Hvers vegna? Lít ég út
fyrir að vera þreytt?“ spurði hún.
„Nei, en ég er það,“ svaraði hann.
„Nú, þá skalt þú taka þér leyfi,“
sagði Golda þá.
Afköst Goldu eru þeim mun at-
hyglisverðari, þegar tekið er tillit
til þess, að heilsa hennar er ekki
góð. Hún virðist að vísu hafa
hresstst, síðan hún varð forsætis-
ráðherra, en læknar hafa varað
hana við því áratugum saman að
ofþreyta sig. Þeir hafa ráðlagt henni