Úrval - 01.09.1971, Síða 40

Úrval - 01.09.1971, Síða 40
38 ÚRVAL tillitslausu gjörðum eða kuldalegu viðmóti. í stuttu máli, reynið að komast að raun km, hvað það er, sem þér og maki yðar leitið að hvort hjá öðru, og gerið síðan í samein- ingu allt, sem þér framast getið til þess að láta óskir yðar rætast. Nútímmn hefur lagt nýjar byrð- ar á hjónabandið. í fyrsta lagi eru þeir, sem við umgöngumst, orðnir miklu fleiri, og það orðið meira af tilviljun, hverjir það eru, heldur en á dögum afa okkar og ömmu. Við eigum fleiri kunningja, færri vini. Nýtízku samgöngutæki gera okkur hægara um vik að „líta inn“; í gamla daga, þegar það var erfiðara að ferðast, voru menn lengur hver hjá öðrum og tengdust hver öðrum tryggari böndum. Þá skrifuðu menn löng og efnismikil bréf til vina sinna; nú senda menn bréfspjald eða síma. Fyrri vinátta undangeng- inna ættliða stuðlaði að því, að veita mönnum skerf af þeirri tryggð og ánægju, sem við öll þörfnumst, og við enn væntum af hjónabandinu. Enn ein byrði hefur verið lögð á hjónabandið þar eð nútímaaðstæð- ur veita okkur ekki tækifæri til þess að lifa atburðina í sameiningu i sama mæli og fyrr. Hugsið ykkur smábæi fyrri tíma, þar sem frænd- inn var vanur að koma heim til morgunverðar; stóri bróðir vann með honum á verkstæðinu eða í verzluninni; systirin hjálpaði mömmu við saumaskapinn, og á kvöldin var öll fjölskyldan saman- komin við lampann í dagstofunni. Nú á tímum hafa hinir ýmsu með- limir fjölskyldunnar fá tækifæri til þess að vinna saman, og það er enn sjaldnar, sem þeir eru saman í frí- stundum sínum. Vegna þessa skort- ir mörg nútímahjónabönd þá festu og samheldni, sem myndast við samlíf fjölskyldunnar. Allmikil byrði fyrir hjónabandið er hin breytta aðstaða konunnar í þjóðfélaginu; frá því að vera lítils- metin vera, er hún orðin sjálfstæð- ur einstaklingur. Þessari þróun er ekki að fullu lokið enn, og sálfræði- lega séð hefur konunni ekki verið það kleift að losa sig úr hinum hefð- bundnu viðjum. Aðeins fáar konur, sem hafa vinnu utan heimilisins, geta haldið hinu rétta jafnvægi á milli skyldunnar á vinnustaðnum og skyldu sinnar við fjölskylduna. Þess vegna er hin gifta kona, sem sér fyrir sér sjálf, oft klofin vegna hinna stríðandi aðstæðna í sjálfri sér, sem meta hana ýmist sem hús- móður eða fullkomlega sjálfstæða veru. Þetta vandamál verður enn erfiðara vegna þess, að venjulega skilur eiginmaðurinn það ekki; hið innra með sér á hann bágt með að viðurkenna hið breytta hlutskipti og starf konunnar. I stað þess að skilja konu sína og hjálpa henni, gerir hann vandamál oft enn erfið- ara fyrir hana með því að vera skilningsdaufur, særður eða þá öf- undarfullur. Þegar maður og kona ganga í hjónaband, flytja þau með sér tvo ólíka persónuleika. Og jafnvel þótt þau hafi til að bera hinar sömu sál- rænu þarfir, er ekki víst að þær tjái sig á sama hátt. Einn krefst ef til vill stöðugra ástarvotta í orði og gjörðum, sem öðrum finnst þreytandi; einn metur mikils ró-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.