Úrval - 01.09.1971, Side 55
MARTRÖÐ í LAUREL
53
málmurinn brenndi samt fingur
hans. „Nú skulum við flýta okkur
burt héðan“! kallaði hann til Chan-
dlers með hjálp talstöðvarinnar.
Chandler losaði nú um neyðar-
hemlana í skiptieimreiðinni og opn-
aði alveg fyrir olíugjafann. Hjólin
snerust og þeyttu frá sér eldglær-
ingum á teinunum, en ekkert hreyfð
ist. Litla eimreiðin gat ekki mjak-
að þeim ofboðslega þunga, sem hún
hafði nú í eftirdragi.
„Ég get ekki hreyft vagnana",
tilkynnti Chandler Wells í talstöð
sinni. „Þú ættir að hraða þér burt
sem fyrst“.
„Ég ætla að hlaupa meðfram
vagnaröðinni og rjúfa tengslin nær
eimreiðinni, svo að þunginn verði
ekki eins mikill“, svaraði Wells.
Hann hljóp meðfram teinunum,
þangað til hann var kominn að
miðri vagnaruninni. Og þar rauf
hann tengslin á milli vagnanna. Þá
loks byrjaði eimreiðin að mjakast
áfram. Og með hjálp hennar voru
vagnarnir dregnir inn á hliðarspor
tveim mílum sunnar. Síðan fóru
þeir aðra ferð í litlu eimreiðinni
að vögnunum, sem eftir voru á
sporinu. Og þeim tókst líka að
bjarga þeim 34 vögnum, sem eftir
voru. Nú var aðeins einn geymis-
vagn með propanegasi eftir á tein-
unum við slysstaðinn. Það var sá,
sem var næstur eldhafinu. Chandl-
er sagði: „Við skulum reyna að
ná honum líka“.
Þeir óku eimreiðinni aftur alveg
að eldhafinu. Þeir áttu aðeins eftir
eina vagnlengd að vagninum.
Geymarnir, sem lágu utan við tein-
ana, spýttu brennandi gasinu að
þeim eins og eldvörpur. „Ég mun
aldrei geta skilið, hvers vegna þessi
geymir sprakk ekki í loft upp“,
segir Chandler. Lokan í enda loft-
rörs vagnsins var brunnin af, og
það var því ekki hægt að loka
fyrir og losa þannig um neyðar-
hemlana. Þeir Chandler og Wells
tengdu eimreiðina við vagninn og
létu hana samt draga vagninn, þó
að neyðarhemlarnir væru á. Það
var eins og að draga 100 tonna
sleða, en samt tókst litlu eimreið-
inni þetta.
ÆGILEGT TJÓN
Þegar komið var næstum fram
undir hádegi logaði enn í geymis-
vögnunum 15 með propanegasinu,
sem oltið höfðu út af teinunum.
Einnig logaði þá enn í húsum og
öðrum byggingum við margar göt-
ur þar í grenndinni. Þrír höfðu dá-
ið, og margir höfðu verið lagðir í
sjúkrahús. Næstum hundrað íbúð-
arhús og aðrar byggingar höfðu
eyðilagzt algerlega í eldinum eða
skemmzt mikið. Eignatjón var met-
ið á 7% milljón dollara. Og það
var lýst yfir neyðarástandi í Laur-
el. En aðalhættan var samt liðin
hjá. Tekizt hafði að fjarlægja
geymisvagnana 11, sem eftir höfðu
orðið á teinunum, en þeir voru
fullir af propanegasi. Og ekki var
það síður mikilvægt, að geymis-
vagninn með vatnsefniscyanidegas-
inu var nú á hliðarspori í fimm
mílna fjarlægð frá eldhafinu.
Vegna síns stórkostlega snarræð-
is og hugrekkis fengu þeir Chandl-
er og Wells báðir Carnegieverð-
launin fyrir árið 1970, en það er