Úrval - 01.09.1971, Page 56
54
ÚRVAL
æðsta heiðursmerki Bandaríkjanna,
sem veitt er óbreyttum borgurum
fyrir auðsýnt hugrekki. Pern
Bucklew, sem var þá borgarstjóri
í Laurel, lýsir afreki þeirra með
þessum orðum: „Þeir björguðu bæn
um“.
Nú er Wells aftur tekinn til við
starf sitt sem skiptistjóri á járn-
brautarskiptistöðinni í Laurel.
Chandler, sem heldur því fram, að
„það hefðu allir gert það sama og
við“, vinnur enn sem eftirlitsmað-
ur á vegum járnbrautarfélagsins og
er á stöðugu ferðalagi með vöru-
flutningalestunum um Suðurríkin
til þess að líta eftir störfum starfs-
mannanna.
„Þeir sögðu, að ég væri hetja“,
segir Chandler brosandi. „Konan
mín sagði, að. ég væri bölvaður
asni“.
Á flækingi mínum um Kaliforníueyðimörkina hitti ég eitt sinn gamh
an og reyndan steinasafnara. Ég sýndi honum stein og spurði hann,
hvort 'hann væri nokkurs virði. Hann rannsakaði ihann seim snöggvast
og svaraði svo: ,,S:kindingarm,etti.“
„Skildingannetti?" át ég eftir og vissi ekki, við 'hvaða steinategund
hann ætti.
„Já,“ svaraði hann og kastaði steininum frá sér. „Skildu hann bara
eftir hérna.“
Richard Fencél.
Kunnimgjakona okkar var að reyna að lýsa fyrir manni sínum sér-
istökum stað í bænum, en hann vissi ekki, við hvaða stað hún áfti, Þang-
að til hún bætti við: „Manstu eftir gatnamótunum, þar sem ég ók á
svarta Chevroletinn?"
Jú, þá mundi hann strax eftir staðnum.
Jolm Edgar.
Við munum aldrei finna guð í þessu lífi. Það er það, sem gerir lífið
isvo dapurlegt. En hætti maður að leita guðs, gerir slikt lífið til-
gangslaust.
Maurice F. Mackey, jr.
Áður var því þannig farið, að fíflið var ekki lengi að losna við pen-
ingana sína. Núna er þvi þannig farið með okkuir öll.
Þegar þér ihefur loks tekizt að spara eitthvað fé til Þess að geyma til
einhvers „óveðursdags" í framtiðinni, fara ættingjar þínir tafarlaust
að senda þér slæmar veðurspár.