Úrval - 01.09.1971, Side 66
64
þessa leið: — Ég álít, að bankastjór-
inn í sögunni minni hafi verið mjög
óvenjulegur maður, eða finnst yður
það ekki? Það mun sannfæra hann
um, að bókin hafi í raun og veru
fjallað um bankastjóra.
Gangið nú feti lengra og nefnið
nafnið á borginni, þar sem banka-
stjórinn átti heima. Slíkt mun koma
sér vel. Og síðan skuluð þér minn-
ast á, að bankastjórinn hafi stung-
ið af frá öllu saman með konu
bankagjaldkerans, ef slíkt hefur
gerzt í sögunni. Reynið að koma
þessu að. Það borgar sig. Rithöf-
undar ættu öðru hvoru að gera fólki
þess konar greiða. Þá er nú vant að
hýrna heldur en ekki yfir þeim, sem
þeir eru að tala við.
Einu sinni var ég staddur í stóru
samkvæmi í New Orleans ásamt
Ring Lardner. Ring hafði komið til
borgarinnar með Grantland Rice,
en Grantland var hræddur um, að
fólkið í New Orleans mundi ekki
vita um, að Ring væri kominn til
bæjarins. Þess vegna gerði hann alls
konar ráðstafanir til þess að vekja
athygli á Ring. Hann hafði komið
því svo fyrir, að borgarstjóranum
og mörgu öðru stórmenni í bænum
hafði verið boðið í þessa veizlu, sem
haldin var á heimili auðugs manns
í borginni. Ring dró mig þangað.
Hann sagði: — Við skulum fara í
þessa veizlu, Sherwood, svo að fólk-
ið fái að sjá framan í tvo rithöf-
unda.
Við fórum, og gestirnir vissu, að
við vorum rithöfundar. Grantland
hafði sagt þeim það. Hann kom á
ÚRVAL
undan okkur og vakti nú óspart at-
hygli á okkur.
— Þarna eru þeir. Þarna koma
þeir, sagði hann.
Hann fræddi samkvæmið heil-
mikið um okkur, en honum láðist
að nefna nokkra bók, sem við höfð-
um skrifað. En þá fór nú að vand-
ast málið. Það var eins og dökkur
skuggi hefði lagzt yfir samkvæmið.
Allir urðu áhyggjufullir á svipinn.
Fólkið safnaðist i smáhópa og hvísl.
aðist á, en að lokum herti kona ein
upp hugann og kom til okkar. Ég
man, að hún var mjög einbeitt á
svipinn. Hún sneri sér fyrst að mér
og mælti:
—• Það gleður mig innilega að sjá
yður, herra Anderson. Mig hefur
lengi langað til að hitta yður, því
mér finnst ég þekkja yður svo vel
eftir að hafa lesið bækurnar yðar.
Að svo mæltu þagnaði hún rétt sem
snöggvast, en bætti síðan við: —
Mér fannst síðasta bókin yðar reglu-
lega yndisleg.
Mér datt í hug að svara: — Hvaða
bók eigið þér við? En ég stillti mig
og þagði. Aftur varð andartaks
þögn og nú var sýnilegt, að konan
var að komast í mestu vandræði.
En þá kom Ring henni til hjálpar.
— Þér eigið auðvitað við bókina
The Great Gatsby, mælti hann. Og
í sama bili ljómaði andlit konunnar
af ósegjanlegum fögnuði og þakk-
læti, og mér er alveg ógleymanleg
svipbreytingin, sem á því varð. Ég
vildi nú ekki vera eftirbátur Rings
og sagði konunni, að hann hefði
skrifað bók sem héti Sister Carrie.
Og nú hljóp konan til hinna gest-
anna og sagði þeim frá þessum bók-