Úrval - 01.09.1971, Síða 66

Úrval - 01.09.1971, Síða 66
64 þessa leið: — Ég álít, að bankastjór- inn í sögunni minni hafi verið mjög óvenjulegur maður, eða finnst yður það ekki? Það mun sannfæra hann um, að bókin hafi í raun og veru fjallað um bankastjóra. Gangið nú feti lengra og nefnið nafnið á borginni, þar sem banka- stjórinn átti heima. Slíkt mun koma sér vel. Og síðan skuluð þér minn- ast á, að bankastjórinn hafi stung- ið af frá öllu saman með konu bankagjaldkerans, ef slíkt hefur gerzt í sögunni. Reynið að koma þessu að. Það borgar sig. Rithöf- undar ættu öðru hvoru að gera fólki þess konar greiða. Þá er nú vant að hýrna heldur en ekki yfir þeim, sem þeir eru að tala við. Einu sinni var ég staddur í stóru samkvæmi í New Orleans ásamt Ring Lardner. Ring hafði komið til borgarinnar með Grantland Rice, en Grantland var hræddur um, að fólkið í New Orleans mundi ekki vita um, að Ring væri kominn til bæjarins. Þess vegna gerði hann alls konar ráðstafanir til þess að vekja athygli á Ring. Hann hafði komið því svo fyrir, að borgarstjóranum og mörgu öðru stórmenni í bænum hafði verið boðið í þessa veizlu, sem haldin var á heimili auðugs manns í borginni. Ring dró mig þangað. Hann sagði: — Við skulum fara í þessa veizlu, Sherwood, svo að fólk- ið fái að sjá framan í tvo rithöf- unda. Við fórum, og gestirnir vissu, að við vorum rithöfundar. Grantland hafði sagt þeim það. Hann kom á ÚRVAL undan okkur og vakti nú óspart at- hygli á okkur. — Þarna eru þeir. Þarna koma þeir, sagði hann. Hann fræddi samkvæmið heil- mikið um okkur, en honum láðist að nefna nokkra bók, sem við höfð- um skrifað. En þá fór nú að vand- ast málið. Það var eins og dökkur skuggi hefði lagzt yfir samkvæmið. Allir urðu áhyggjufullir á svipinn. Fólkið safnaðist i smáhópa og hvísl. aðist á, en að lokum herti kona ein upp hugann og kom til okkar. Ég man, að hún var mjög einbeitt á svipinn. Hún sneri sér fyrst að mér og mælti: —• Það gleður mig innilega að sjá yður, herra Anderson. Mig hefur lengi langað til að hitta yður, því mér finnst ég þekkja yður svo vel eftir að hafa lesið bækurnar yðar. Að svo mæltu þagnaði hún rétt sem snöggvast, en bætti síðan við: — Mér fannst síðasta bókin yðar reglu- lega yndisleg. Mér datt í hug að svara: — Hvaða bók eigið þér við? En ég stillti mig og þagði. Aftur varð andartaks þögn og nú var sýnilegt, að konan var að komast í mestu vandræði. En þá kom Ring henni til hjálpar. — Þér eigið auðvitað við bókina The Great Gatsby, mælti hann. Og í sama bili ljómaði andlit konunnar af ósegjanlegum fögnuði og þakk- læti, og mér er alveg ógleymanleg svipbreytingin, sem á því varð. Ég vildi nú ekki vera eftirbátur Rings og sagði konunni, að hann hefði skrifað bók sem héti Sister Carrie. Og nú hljóp konan til hinna gest- anna og sagði þeim frá þessum bók-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.