Úrval - 01.09.1971, Page 79

Úrval - 01.09.1971, Page 79
LÍTIÐ EITT UM DRAUGA 77 sé skrokkurinn sjálfur sem fer á stjá. Þessar hugmyndir um tvískipta sál verður að hafa í huga, ekki sxð- ur en hugmyndirnar um yfirnáttúr- legt megin sjálfs líksins, þegar reynt er að glöggva sig á hugmyndum manna um framhaldslíf. Þær hug- myndir bera þess merki að rætur þeirra standa víða og mörg atriði hafa þar lagt saman í sumblið; súp- an er ekki í einum potti soðin, og bað gæti einmitt átt sinn þátt í því að allt kemur sér jafnvel saman og raun ber vitni. En víkjum nú sögunni til Islands. Landnámsmenn hafa verið fulltrúar á líf eftir dauðann, eins og forfeður þeirra aftur í gráa forneskju. Hug- myndir þeirra virðast hafa verið margs konar: menn söfnuðust til Heljar eða Valhallar, dóu í heilög fjöll ættarinnar eða sátu hver í sín- um haugi. Allur þorri manna gerði eitthvað af þessu, og munu eftirlif- endur yfirleitt hafa haft lítið af þeim að segja. Ekki verður séð af heimildum að beinn átrúnaður eða dýrkun dauðra manna hafi nokk- urr. tíma tiðkazt á íslandi, en slík forfeðradýrkun er kunn frá Noregi og má vel vera að eitthvað hafi borið á henni hér líka. Að minnsta kosti mun óhætt að gera ráð fyrir að menn hafi gert sér far um að sýna þeim dauðu ræktarsemi og virðingu og jafnvel stundum þegið holl ráð og liðveizlu látinna feðra sinna og frænda En að þessu hafa varla verið mikil brögð, og bendir allt til þess að flestir hafi eftir dauðann horfið mannheimi með öllu og ekki látið málefni hans neitt til sín taka. Á þessu voru þó til undantekningar; sumir héldu áfram að vera á ferli meðal manna og unnu þeim þá tjón, gengu aftur, gerðust draugar. Draugar hafa aldrei þótt neinir aufúsugestir, og voru þeir sælastir er sluppu við nábýli þeirra. Þótt þeir væru í miklum minnihluta sem gengu aftur var ekki hægt að úti- loka neinn frá því fyrirfram. Allir menn voru hugsanleg draugsefni, og af þeim sökum miðuðu margir siðir sem menn fóru að við andlát og útför að því að koma í veg fyrir afturgöngur. Andláts- og greftrunarsiðum má skipta í tvo flokka eftir tilgangi þeirra. Þeim getur valdið umhyggja fyrir hinum dauða og afdrifum hans annars heims; þeir geta verið nauð- synleg og goðskipuð aðstoð við hann til þess að heimkoman í helheima verði sem skyldi; þeir geta verið tákn þeirrar virðingar og ræktar- semi sem syrgjendum er eiginleg; þeir geta átt að stuðla að því að viðhalda því góða sambandi og jafn- vægi milli goðheims og mannheims sem var forsenda heilladrjúgs lífs. En þessum siðum getur líka valdið óttinn við afturgöngur; þeir geta verið töfraathafnir til að kyrrsetja þann dauða, binda hann við gröf- ina og gera hann skaðlausan mönn- um. Þessari flokkaskiptingu er að sjálfsögðu ekki hægt að fylgja út í æsar í framkvæmd, því að oft má heita ógerningur að greina hvor til- gangurinn vakir fyrir mönnum; sömu athafnirnar geta verið notað- ar með hvort tveggja fyrir augum. Munurinn er sálfræðilegur, og hér
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.