Úrval - 01.09.1971, Page 89
EKKI SIGURINN HELDUR BARÁTTAN
87
yrsta sundkeppnin, sem
*
*
M'.
Si'
ég tók þátt í á 18. Ol-
ympíuleikjunum, átti
að vera 100 metra
sund með frjálsri að-
ferð. Og það lék eng-
inn vafi á því, að ég átti ekki mikla
möguleika á að sigra í henni. Fyrri
tilraunir mínar í sundi þessu höfðu
ekki borið mjög góðan árangur, og
hafði ég verið langt undir mettíma.
Og margir sérfræðingar spáðu því,
að ég yrði sá fimmti í röðinni.
En þetta var fyrsta sundkeppnin
mín á Olympíuleikjum, og þess
vegna fannst mér, að velgengni mín
á Olympíuleikjunum væri eingöngu
komin undir úrslitunum í þessari
fyrstu sundkeppni. Ég ætlaði einnig
að keppa í þrem öðrum greinum, og
ynni ég ,,100 frjálsu“, yrði það mér
mikil sálfræðileg uppörvun, sem er
svo geysilega þýðingarmikil í Ol-
ympíukeppnum.
Ég hafði komið til Tokíó síðla í
september 1964, tveim vikum áður
en leikirnir skyldu hefjast. Ég var
18 ára að aldri og meðlimur Olym-
píuliðs Bandaríkjanna. Mestöll
þjálfun mín hafði beinzt að því að
auka þrek mitt og þol fyrir keppn-
ina í 400 metra sundi með frjálsri
aðferð. En nú byrjaði ég að einbeita
mér að 100 metra keppninni. Ég
þaulæfði mig nú í að leggja leiftur-
hratt af stað, snúa mér leifturhratt
við í laugarendanum og að taka
snögga „eldspretti“.
Keppinautar mínir gripu auðvit-
að tækifærið, þegar þeir sáu, hvað
ég ætlaðist fyrir. „Heldurðu í raun
og veru, að þú getir synt í bæði 400
metra keppninni og 100 metra?“
spurðu þeir mig. „Þessar keppnir
fara ekki vel saman. Það er skrambi
erfitt samsull." Þessi aðferð keppi-
nautanna, sem miðar að því að
brjóta niður baráttuþrek sund-
mannsins, nefnist „psych-out“, þ. e.
eins konar sálfræðilegur hernaður.
Og slík baráttuaðferð er algeng á
Olympíuleikjunum. Maður verður
að vera fær um að taka þessu og
verjast, og maður verður líka að
vera fær um að beita slíkum bar-
áttuaðferðum sjálfur.
Sem gott dæmi um þetta mætti
nefna Alain Gottvalles, Frakkann,
sem átti þá heimsmet í 100 metra
sundi með frjálsri aðferð. Gottvall-
es hafði talað með lítilsvirðingu um
Bandaríkjamennina, allt frá því að
hann kom til Tokíó. Hann hló að
þjálfunarreglum okkar og gortaði
af því, að hann drykki flösku af
víni á hverjum degi . . . og héldi