Úrval - 01.09.1971, Síða 92

Úrval - 01.09.1971, Síða 92
90 ÚRVAL Vatnið fær á sig bleikleitan blæ. Það er eins og maginn ætli að detta úr manni. Maður finnur sárt til við hvert sundtak. Og skyndilega heyrir maður nístandi óp innra með sér. Þá á maður tveggja kosta völ. Maður getur hægt á sér eða neytt sjálfan sig til þess að beita ýtrustu kröftum alla leið að markinu, þótt maður viti fyrirfram, að þjáningin verði þá óbærileg. Það er einmitt á þessu stigi, sem það skilur á milli beztu og hörðustu keppendanna og allra hinna, því að það eru þessir síðustu metrar, sem allt veltur á. Flestir keppendur hægja á sér. Ef maður rýfur „þjáningarmúrinn“ og fleygir sér út í raunverulegar vítis- kvalir, þá er maður meistari. í fyrstu hafði mér ekki fundizt neitt sérstakt við sundíþróttina sem slíka. Eg átti heima við Oswego- vatn vestur í Oregonfylki. Og þar syntu allir krakkarnir allt sumar- ið. Og þegar ég fór að taka þátt í sundkeppnum, gerði ég það ein- göngu vegna þess, að mér fannst gaman. lig tók þessu bara sem hverri annarri skemmtun. Auðvit- að langaði mig til að sigra . . . og ég gerði það líka. Þegar ég var orð- inn 10 ára, hafði ég sett bandarískt met fyrir 20 yarda baksund drengja undir 10 ára aldri og einnig fylkis- met fyrir baksund, flugsund og frjálsa aðferð. Fyrsta ár mitt í gagnfræðaskóla var ég tekinn í sundlið skólans. Og næsta ár var ég farinn að sigra ýmsa sundmenn víðs vegar að úr fylkinu. Sumir þeirra voru jafnvel úr háskólum. Mér gekk námið vel. ’Úg fékk góðar einkunnir. ®g var vinsæll og óskaplega sæll. En þegar ég var orðinn 15 ára, spurðu foreldrar mínir mig, hvort mig langaði til þess að fara að heim- an til þess að fá þannig tækifæri til að afreka eitthvað þýðingarmik- ið á sviði sundíþróttarinnar. „Þú getur verið kyrr hér heima í Oregonfylki," sagði faðir minn, ,,og verið bezti sundmaðurinn í fylk- inu, en þú getur líka farið eitthvað annað, þar sem er um harða sam- keppni að ræða, og kannað, hvers þú ert megnugur." I fyrstu geðjaðist mér ekki að þeirri hugmynd að fara að heiman. „Mig langar ekki til þess að fara neitt burt,“ sagði ég. ,,Ég vil vera hérna hjá vinum mínum. Sundið er ekki svo óskaplega þýðingarmikið.“ Við ræddum þetta fram og aftur í heilan mánuð. Og smám saman gerði ég mér grein fyrir því, að faðir minn var að bjóða mér gullið tæki- færi. Loks sagði ég því: „Allt í lagi, ég ætla að sjá til, hvernig þetta er, allt saman.“ Þ. 21. janúar árið 1962 fluttist ég einn til bæjarins Santa Clara suður í Kaliforníufylki og hóf þjálfun mína undir leiðsög'n George Haines, sem var þjálfari við Sundfélag Santa Clara. George var þá 38 ára að aldri, en leit út fyrir að vera miklu yngri. Hann var hávaxinn og útitekinn, myndarlegur maður. Hann var eins og sundkappi í vexti og með kipringshrukkur í utanverð- um augnakrókunum af sífelldu rýni sínu á sólgylltan vatnsflötinn. Hann varð mér meira en færasti sund- þjálfarinn, sem hugsazt gat, er ég kom þangað. Hann gekk mér eigin-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.