Úrval - 01.09.1971, Qupperneq 93
EKKI SIGURINN HELDUR BARÁTTAN
91
lega í föður stao. Hann útvegaði
mér herbergi. Hann tók þátt í
áhyggjum mínum og vandamálum,
spurði mig um skólanámið, og hann
hafði trú á mér. ,,Þú getur gert
þetta, og þú getur líka gert þetta,“
sagði hann við mig á æfingunum.
Og ég trúði orðum hans.
Norður í Oregonfylki hafði ég
æft í eina klukkustund á dag. En
samkeppnin var harðari suður í
Kaliforníu og harkan því meiri í
æfingunum. Við komum til sund-
laugarinnar klukkan 6.30 að morgni,
og George skipaði mér að synda
fyrst 500 metra, svona rétt til þess
að „hita mig upp“. Hann labbaði
fram og aftur á laugarbarminum
með hljóðnema í hendi. 500 metrar
eru míluþriðjungur. Svo syntum við
aðra 500 metra og notuðum þá að-
eins handleggina, en hreyfðum ekki
fæturna. Næst syntum við hvern 50
metra sprettinn á fætur öðrum.
Fyrst syntum við 50 metra, stönz-
uðum svo og litum á klukkuna á
veggnum til þess að mæla tímann.
Síðan syntum við aðra 50 metra og
tókum aftur tímann. Við syntum
samtals 10 slíka spretti. Þetta er
kölluð „hiéþjálfun", þ. e. þjálfun
með hléum á milli. Slík þjálfun
gerir manni fært að þroska með sér
hraðaskyn, sem er eins konar inn-
byggður hraðamælir. Án slíks skyns
getur maður ekki verið viss um
sundhraða sinn eða hvers konar
keppnisaðferð er bezt að beita
hveriu sinni í hörðum képpnum.
Síðan syntum við aðra 500 metra
og notuðum þá aðeins fæturna, en
héldum í plastplötu. Síðan komu
100 metra sprettir líklega fimm tals-
ins. Síðan kom enn annar langur
sundsprettur, fleiri stuttir sund-
sprettir, æfingar í öndun, æfingar í
að snúa sér í laugarenda og æfingar
í að hefja sund í keppni. Síðan kom
enn annar langur sundsprettur. Og
þá loks var morgunæfingunum lok-
ið. Og síðdegis byrjuðu æfingarnar
svo aftur. Þegar æfingarnar voru
sem erfiðastar, syntum við um 8
milna vegalengd á dag.
Þrem mánuðum eftir 'að ég flutti
til Santa Clara, tók ég þátt í vor-
landsmeistaramótinu, sem haldið er
í lok vetrartímabilsins og er há-
mark þess. Og öllum til mikiilar
undrunar komst ég í úrslit í 200
yarda sundi með frjálsri aðferð og
varð sá þriðji í lokakeppninni.
Næsta kvöld var svo keppt í 440
yarda sundi með frjálsri aðferð. Og
þá varð ég líka sá þriðji.
Nú gerði ég mér í fyrsta skipti
grein fyrir því, að ég hafði góða
möguleika á að komast í keppnis-
liðið, sem sent yrði á Olympíuleik-
ana árið 1964. Ég þurfti aðeins að
verða fjórði hraðasti sundgarpur
Bandaríkjanna í 200 metra sundi til
þess að komast að minnsta kosti í
boðsundsliðið.Og núna, árið 1962,
var ég þegar orðinn sá þriðji hrað-
asti.
Ég skrapp heim í júní og dvaldi
þar í viku, og svo dvaldi ég heima
aðra viku í lok sumarsins. En eftir
það fór ég í rauninni aldrei heim
aftur. Ég varð kyrr í Santa Clara
og æfði af kappi. Þetta átti eftir að
verða aðalinntak lífs míns lengi vel.