Úrval - 01.09.1971, Page 94
92
Bandaríkjamenn velja Olympíulið
sitt á allt annan hátt en allar aðrar
þjóðir. Flest stórveldin senda stóra
hópa íþróttamanna í þjálfunarbúðir
í 6—10 mánuði. Og síðan er valið í
lokaliðið eftir meðalárangri hvers
íþróttamanns á öllum þessum langa
æfingartíma. Við Bandaríkjamenn
veljum aftur á móti Olympíulið
okkar úr hópi sigurvegara í einni
fjögurra daga keppni, sem kölluð er
Olympíukeppnin, og er hún venju-
lega haldin aðeins sex vikum áður
en Olympíuleikarnir hefjast. Ef þú
skarar ekki fram úr þennan eina dag
í bandarísku Olympíukeppninni,
kemstu ekki í Olympíuliðið, jafn-
vel þótt þú sért beztur í öllum heim-
inum í þinni keppnisgrein.
'É'g er á móti þessari aðferð til
þess að velja í Olympíuliðið, þar eð
mér finnst hún byggjast um of á
úrslitum einnar keppni. Þannig eru
beztu íþróttamenn okkar neyddir til
þess að stefna að hámarki í þjálfun
einum sex vikum fyrir Olympíuleik-
ana og að leggja sitt ýtrasta fram
í þeim eina tilgangi að komast í Ol-
ympíuliðið. Og skömmu eftir að
krafizt hefur verið af þeim að leggja
sig alla fram í innbyrðis keppni, er
bess krafizt, að þeir hefji þraut-
þjálfun að nýju og byrji að stefna
að því að ná keppnishámarki að-
eins sex vikum síðar í hörðustu
keppni í heimi.
Það á ekki sízt við um sundið, að
gerð er þrautskipulögð áætlun um
það, hvernig koma megi keppend-
um í þannig keppnisástand, sem
tryggi sem beztan árangur. Það
verður að fara nákvæmlega eftir
áætlun þessari til þess að ná sem
ÚRVAL
beztum árangri. Maður æfir geysi-
lega mikið í nokkra mánuði, áður
en meiri háttar keppni á að fara
fram, og syndir þá 4—5 tíma á dag
eða 9—12 kílómetra. En 4—5 dög-
um fyrir keppnina hættir maður
þessari þrautþjálfun og byrjar að
miða að því að koma sér í „keppnis-
ástand“.
Maður breytir öllum lífsháttum
sínum. Maður minnkar æfingatím-
ann niður í klukkutíma eða jafnvel
aðeins hálftíma á dag, sem nægir
rétt til þess að halda sér „mjúkum“.
Maður byrjar að haga lífi sínu á
nákvæmlega sama hátt og maður
ætlar að haga því sjálfa keppnis-
dagana. Maður gerir ekki neitt, sem
eyðir orku manns Sé maður í skóla,
dregur maður úr lestri, hættir að
fara út að skemmta sér og hvílir
sig síðdegis. Maður les, horfir á
sjónvarp, borðar og sefur. Það er
allt og sumt. Maður tekur ekki þátt
í neinu, sem minnkar spennuna,
sem býr innra með manni, og þessi
spenna heldur stöðugt áfram að
vaxa. Hugmyndin, sem býr að baki
þjálfunaráætlunar þessarar, er sú,
að maður eigi að losna við þessa
geysilegu spennu í sjálfri keppn-
inni á þann hátt, að maður „springi11
eiginlega í loft upp.
Loks rakar maður af sér næstum
öll líkamshár rétt fyrir keppnina.
Ein ástæða þessa er líkamleg. Ör-
litlir vatnsdropar mundu annars
safnast fyrir á hárunum, þannig að
maður gæti ekki smogið eins mjúk-
lega í gegnum vatnið. En þarna er
líka um sálfræðilega ástæðu að
ræða, jafnvel táknræna. Þegar mað-
ur hefur lokið þessu síðasta verki,