Úrval - 01.09.1971, Page 96

Úrval - 01.09.1971, Page 96
94 ÚRVAL gerði slíkt aftur á móti ekki fyrir bandaríská Olympíumótið? Þessu fylgdi raunveruleg áhætta. Ég þurfti aðeins að verða þriðji í mínum keppnisgreinum í bandarísku Olym- píukeppninni til þess að komast í Olympíuliðið, en samt er það nú svo, að í bandarísku Olympíukeppn- inni er sáralítill munur á 4—5 hröð- ustu keppendunum í hverri keppn- isgrein. Fimmti maðurinn er stund- um aðeins tæpri sekúndu á eftir þeim fyrsta. Og því gat það riðið baggamuninn að leggja sig allan fram og mynda hámarkskeppnis- spennu. Annars gæti hæglega farið svo, að maður kæmist ekki í Ol- ympíuliðið. En tækist mér þetta, þ. e. að komast í liðið án þess að þurfa að leggja svona hart að mér í banda- rísku Olympíukeppninni, þá yrði ég miklu betur undir það búinn að þrautþjálfa mig undir sjálfa Olym- píuleikana og komast þá í ofsalegt keppnisskap, en þar voru gullmerki í veði. Þetta var áhætta, en ég hélt, að mér tækist þetta. Og George hélt það líka. En það er auðveldara að ákveða að taka á sig vissa áhættu en að þurfa stöðugt að bera þá byrði, sem áhættan leggur manni á herðar. Fyrsti hluti áætlunar okkar George heppnaðist vel. Ég vann í þrem keppnisgreinum á Utanhúslands- mótinu og hlaut flest stig allra karl- þátttakenda í mótinu. En auðvitað hafði ég þrautþjálfað mig undir mótið og byggt upp geysilega há- markskeppnisspennu innra með mér. Það höfðu aftur á móti margir aðrir þátttakendur, alls ekki gert. Og þegar ég tók eftir því viku fyrir bandarísku Olympíukeppnina, að hinir keppendurnir í Santa Clara voru nú sem óðast að mynda há- markskeppnisspennu innra með sér, bá fór ég að gerast órólegur. Ég virti þá fyrir mér, er þeir byrjuðu að slaka á, taka lífinu rólegar en áður og draga úr æfingunum og loks að raka af sér líkamshárin, áð- ur en við lögðum af stað til New York. Og ég var orðinn raunveru- lega taugaóstyrkur, þegar að sjálfri keppninni kom. Það var hugsanlegt, að ég væri búinn að glata tækifær- inu til þess að komast í sjálft Olym- píuliðið, þar eð ég hafði ekki lagt mig allan fram um að komast í hörkukeppnisskap fyrir keppni þessa. É'g gat ekki sofið í 4—5 sólar- hringa. Ég varð ekki fyrstur í neinni grein í kepninni, enda hafði ég ekki búizt við því. En mér tókst að verða anriar í báðum keppnisgreinum mín- um, 100 metrunum og 400 metrun- um. Þannig komst ég sjálfkrafa í 4x200 metra boðsundsliðið. Ég var ánægður. Ég var kominn í Olym- píuliðið, og eftir fjögurra vikna dvöl í þjálfunarbúðum múndi ég leggja af stað til Tokíó. Auðvitað spurðu allir: „Hvað hef- ur komið fyrir Schollander? Er hann á niðurleið? Þolir hann ekki spennuna og álagið?" Það var ekki fyrr en miklu síðar, að þeir hinir sömu, sem spurt höfðú á þessa leið, komust að baráttuaðferð minni, sem gefið var nafnið „Baráttuaðferð til þess að hreppa gullið“.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.