Úrval - 01.09.1971, Side 97

Úrval - 01.09.1971, Side 97
95 EKKI SIGURINN HELDUR BARÁTTAN Þ. 10. október hófust 18. Olym- píuleikarnir á Þjóðarleikvanginum í Tokíó. Fánar hinna 94 þátttöku- ríkja blöktu við hún hringinn í kringum leikvanginn. Og á risa- stóru tilkynningartöflunni gat að líta kjörorð Olympíuleikjanna með risavöxnum rafljósastöfum: „Hið þýðingarmesta á Olympíuleikjunum er ekki að sigra heldur að taka þátt, alveg eins og að það er ekki sigur- inn, heldur baráttan, sem er hið þýðingarmesta í iífinu.“ Við opnunarathöfnina gengu þús- undir íþróttamanna fylktu liði um- hverfis leikvanginn, og voru margir þeirra í litríkum þjóðbúningum. Sumar sendinefndir, svo sem þær bandarísku og rússnesku, voru mjög fjölmennar, en sumar voru aftur á móti mjög fámennar. Frá Madagas- car var aðeins fánaberi og þrír karl- menn, og frá Líberíu var aðeins fánaberi og einn karlmaður. Olym- píufáninn var dreginn að húni og 8000 dúfum sleppt lausum. Síðan kom japanskur háskólastúdent hlaupandi inn á leikvanginn með Olympíukyndilinn í hendinni og kveikti Olympíueldinn, sem loga skyldi allt til lokaathafnarinnar. Stúdent þessi fæddist nálægt Hiro- shima sama dag og kjarnorku- sprengjunni var varpað á borgina. Næsta morgun synti ég í minni fyrstu keppni. Var þar um að ræða undanráskeppni fyrir 100 metra sund með frjálsri aðferð. Ég fylgd- ist með tveim eða þrem slíkum undanráskeppnum, meðan ég beið eftir því, að röðin kæmi að mér. Ég sá, að flestir keppendurnir syntu fyrri 50 metrana á 25.0 eða 25.2 sekúndum. Ég hefði sjálfsagt getað synt þá á 25.4 sekúndum, en ég fór mér fremur hægt og lauk þeim á 25.9 sekúndum. Hálf sekúnda skipt- ir miklu máli í 100 metra sundi. Þar er um mikinn mun að ræða. Svo synti ég bakaleiðina nógu hratt til þess að komast í úrslit, því að nú dró ég á hina og fór fram úr þeim að síðustu. I aðalundanráskeppninni þá um kvöldið hegðaði ég mér á sama hátt. Og segja má, að ég hafi gizkað næstum alveg rétt á, hverjir kæm- ust í úrslit. Við vorum átta talsins, þar á meðal Alain Gottvalles, heims- methafinn frá Frakklandi, Hans Klein frá Þýzkaiandi, Bobby Mc- Gregor frá Stóra-Bretlandi og Gary Illman, Mike Austin og ég frá Bandaríkjunum. í aðalundanrás- keppni sinni setti Illman nýtt Ol- ympíumet í 100 metra sundi með frjálsri aðferð. Illman var gamall vinur minn frá Santa Clara. Sundkeppni þessi er mjög stutt og hröð. Og í lokakeppninni gat því farið svo, að það yrði aðeins einn- ar sekúndu munur á fyrsta og átt- unda manninum, þ. e. þeim síðasta. Allt verður að vera fullkomið til þess að unnt sé að sigra, bæði byrj- unin, snúningurinn í laugarendan- um og endaspretturinn. Á enda- sprettinum ætti maður að auka sí- fellt hraðann og r.á laugarendanum á alveg réttan hátt, þ. e. maður á að snerta klukkuna og stöðva hana þannig ,að hreyfingin sé bara hluti af síðasta sundtakinu niður á við. Takist manni slíkt ekki, verður maður að taka aukasundtak. Og þá verða fjórir keppinautar á undan
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.