Úrval - 01.09.1971, Page 97
95
EKKI SIGURINN HELDUR BARÁTTAN
Þ. 10. október hófust 18. Olym-
píuleikarnir á Þjóðarleikvanginum
í Tokíó. Fánar hinna 94 þátttöku-
ríkja blöktu við hún hringinn í
kringum leikvanginn. Og á risa-
stóru tilkynningartöflunni gat að
líta kjörorð Olympíuleikjanna með
risavöxnum rafljósastöfum: „Hið
þýðingarmesta á Olympíuleikjunum
er ekki að sigra heldur að taka þátt,
alveg eins og að það er ekki sigur-
inn, heldur baráttan, sem er hið
þýðingarmesta í iífinu.“
Við opnunarathöfnina gengu þús-
undir íþróttamanna fylktu liði um-
hverfis leikvanginn, og voru margir
þeirra í litríkum þjóðbúningum.
Sumar sendinefndir, svo sem þær
bandarísku og rússnesku, voru mjög
fjölmennar, en sumar voru aftur á
móti mjög fámennar. Frá Madagas-
car var aðeins fánaberi og þrír karl-
menn, og frá Líberíu var aðeins
fánaberi og einn karlmaður. Olym-
píufáninn var dreginn að húni og
8000 dúfum sleppt lausum. Síðan
kom japanskur háskólastúdent
hlaupandi inn á leikvanginn með
Olympíukyndilinn í hendinni og
kveikti Olympíueldinn, sem loga
skyldi allt til lokaathafnarinnar.
Stúdent þessi fæddist nálægt Hiro-
shima sama dag og kjarnorku-
sprengjunni var varpað á borgina.
Næsta morgun synti ég í minni
fyrstu keppni. Var þar um að ræða
undanráskeppni fyrir 100 metra
sund með frjálsri aðferð. Ég fylgd-
ist með tveim eða þrem slíkum
undanráskeppnum, meðan ég beið
eftir því, að röðin kæmi að mér.
Ég sá, að flestir keppendurnir syntu
fyrri 50 metrana á 25.0 eða 25.2
sekúndum. Ég hefði sjálfsagt getað
synt þá á 25.4 sekúndum, en ég fór
mér fremur hægt og lauk þeim á
25.9 sekúndum. Hálf sekúnda skipt-
ir miklu máli í 100 metra sundi. Þar
er um mikinn mun að ræða. Svo
synti ég bakaleiðina nógu hratt til
þess að komast í úrslit, því að nú
dró ég á hina og fór fram úr þeim
að síðustu.
I aðalundanráskeppninni þá um
kvöldið hegðaði ég mér á sama hátt.
Og segja má, að ég hafi gizkað
næstum alveg rétt á, hverjir kæm-
ust í úrslit. Við vorum átta talsins,
þar á meðal Alain Gottvalles, heims-
methafinn frá Frakklandi, Hans
Klein frá Þýzkaiandi, Bobby Mc-
Gregor frá Stóra-Bretlandi og Gary
Illman, Mike Austin og ég frá
Bandaríkjunum. í aðalundanrás-
keppni sinni setti Illman nýtt Ol-
ympíumet í 100 metra sundi með
frjálsri aðferð. Illman var gamall
vinur minn frá Santa Clara.
Sundkeppni þessi er mjög stutt
og hröð. Og í lokakeppninni gat því
farið svo, að það yrði aðeins einn-
ar sekúndu munur á fyrsta og átt-
unda manninum, þ. e. þeim síðasta.
Allt verður að vera fullkomið til
þess að unnt sé að sigra, bæði byrj-
unin, snúningurinn í laugarendan-
um og endaspretturinn. Á enda-
sprettinum ætti maður að auka sí-
fellt hraðann og r.á laugarendanum
á alveg réttan hátt, þ. e. maður á
að snerta klukkuna og stöðva hana
þannig ,að hreyfingin sé bara hluti
af síðasta sundtakinu niður á við.
Takist manni slíkt ekki, verður
maður að taka aukasundtak. Og þá
verða fjórir keppinautar á undan