Úrval - 01.09.1971, Page 99

Úrval - 01.09.1971, Page 99
EKKI SIGURINN HELDUR BARÁTTAN 97 um þessar öldur. áður en þær fá tóm til að eyðast. Maður verður því að halda algerlega niðri í sér andanum fjögur sundtök í röð, reyna að halda „straumlínustöðu“ sinni í vatninu, halda höfðinu niðri og reyna að smjúga sem áll í gegn- um ókyrrt vatnið Illman vissi þetta eins vel og hinir, en af einhverri ástæðu sneri hann höfðinu til eftir tvö sundtök og andaði. Ég sá þetta síðar í kvkmynd af sundinu. Hann var svolítið á undan mér, þegar hann sneri höfðinu til. Hann rakst á öldu og hoppaði um leið upp og dróst næstum heilt fet aftur úr mér. Þetta gerðist allt í einni svipan. Og ég var kominn fram úr honum, þeg- ar hann hafði jafnað sig. ’Ég anda alltaf til hægri, og því gat ég séð sundmennina hægra meg- in við mig í bakaleiðinni. Og ég sá, að ég var á undan þeim öllum. En ég gat ekki séð McGregor, sem var mér á vinstri hönd í rennu númer 2. Þegar ég átti aðeins eftir 10 metra í mark, laust þessari hugs- un niður í huga mér (og henni gleymi ég aldrei): „Ég mun vinna! Ég mun vinna!“ í rauninni var Mc- Gregor þá á undan mér. Og hann var enn á undan mér, þegar einir 5 metrar voru eftir að markinu, enda þótt ég vissi það ekki. Hann hafði farið svo snöggt og hratt af stað og synti fyrri 50 metrana svo hratt, að ég hefði ekki haft neina möguleika á að ná hinum í baka- leiðinni, hefði ég ekki gert slíkt hið sama. En McGregor hafði lagt sig svo óskaplega fram í byrjun, að nú var farið að draga af honum, en ég var aftur á móti að auka hraðann. Og ég varð aðeins á undan honum . . . Það munaði tíunda hluta úr sekúndu. GULLMERKI OG FÁNI Daginn eftir keppnina í 100 metra sundi með frjálsri aðferð var ég óskaplega sæll. Erfiðasta keppnin mín var nú afstaðin. Ég var óskap- lega ánægður yfir að hafa unnið. Og fagnarlæti japönsku áhorfend- anna kvöldið áður höfðu líka glatt mig geysilega. Næsta keppni mín var 4x100 metra boðsundið. Ég synti síðasta sprettinn, og bandaríska sveitin vann. Og þannig hafði ég unnið annað gullmerkið mitt. Síðan kom 400 metra sund með frjálsri aðferð. Ég var á vissan hátt taugaóstyrkari fyrir þessa keppni en fyrir 100 metrana. í 100 metra keppninni hafði enginn álitið, að ég mundi vinna. Og því hefði það ekki valdið svo miklum vonbrigð- um, þótt ég hefði ekki unnið. En hvað 400 metra keppnina snerti, var ég álitinn sigurvænlegastur kepp- endanna. Það er aldrei auðvelt að neyða reyndan keppinaut til þess að synda á þann hátt sem maður vill, að hann syndi, þ. e. að hafa áhrif á það, hvort hann eykur hraðann eða dreg- ur úr honum á hinum ýmsu hlut- um vegalengdarinnar. Og því lengra sem sundið er, þeim mun erfiðara er að hafa nokkra slíka „stjórn“ á honum. Jafnvel þótt manni takist sem snöggvast að fara fram úr hon- um, gefst honum samt tími til þess að jafna sig og draga á hann aftur. Enginn gerði sér betri grein fyrir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.