Úrval - 01.09.1971, Side 101

Úrval - 01.09.1971, Side 101
EKKI SIGURINN HELDUR BARÁTTAN 99 ir snúninginn á nákvæmlega sama augnabliki og ég Við horfðumst í augu. Hann hafði augsýnilega einn- ig spyrnt sér frá veggnum með fót- unum í öðrum snúningnum eins og ég. Og við vorum enn nákvæmlega samhliða. Hann var ekki þumlungi á undan mér. Og á þessu augnabliki greip sú hugsun mig, að ég mundi sigra. Hann byrjaði að dragast aftur úr, og í fimmtu ferðinni var ég kominn næstum hálfri líkamslengd fram úr honum. Nú gat ég hætt á að hægja svolítið á mér. Það gerði ekkert til, þótt hann synti stuttan spöl kann- ske svolítið hægar en venjulega af ásettu ráði , því að það var mögu- legt, að við hefðum farið of geyst af stað. Ég hélt áfram að vera svolítið á undan Roy. En í snúningnum eftir 300 metrana tók ég eftir því, að ég var þar ekki einn á ferð, heldur sneru tveir aðrir keppendur sér um leið og ég, þeir Allan Wood frá Ástralíu og Frank Wiegand frá Þýzkalandi. Ég hafði dregið svolít- ið úr ferðinni, hafði aðeins gætt þess að vera svolítið á undan Roy. Nú varð ég skyndilega að fara að gæta mín á þessum tveim. Murray Rose var sjónvarpsþulur í þessari keppni. Þegar ég hafði synt 300 metra, sagði hann: „Það verður ekki sett neitt heimsmet í þessari keppni. Schollander verður að synda síðustu hundrað metrana á einni mínútu og tveim sekúndum til þess að setja heimsmet. Og eng- inn hefur nokkru sinni getað synt síðustu 100 metrana í sundi þessu á svo stuttum tíma.“ En ég hafði synt fimmta og sjötta spölinn fremur hægt, og þessir tveir keppinautar höfðu snögglega skotið mér skelk í brignu, og því synti ég síðustu 100 metrana á einni mín- útu einni sekúndu og 4/10 úr sek- úndu og hnekkti þannig heimsmet- inu. En það var bara tilviljun að ég setti heimsmet. Þegar til kastanna kemur, er það þýðingarmest að vinna keppnina, og bardagaáætlun- in miðast alltaf við það eitt að sigra en ekki við að hnekkja meti. Lokakeppni mín var 4x200 metra boðsund með frjálsri aðferð. Ég átti líka að synda síðasta spölinn í þessu boðsundi eins og í hinu. Og liðsmað- ur okkar var heilli líkamslengd á undan hinum, þegar ég tók við. Ég burfti því ekki að láta eins og vit- laus maður til þess að tryggja liði okkar sigurinn. Tækist mér að ljúka þessum síðustu 200 metrum á aðeins tæpum tveim mínútum, yrði ég örugglega á undan þeim hinum. En ég kærði mig samt ekki um að glata hinu minnsta af því forskoti, sem félögum mínum hafði tekizt að tryggja liði okkar. Ég setti stolt mitt í, að það skyldi aldrei verða. Ég áleit, að ég gæti neytt ýtrustu krafta minna enn einu sinni í við- bót. É'g lauk þessum 200 metrum á einni mínútu fimmtíu og fimm sek- úndum og 6/10 hlutum úr sekúndu, en það var tveggja sekúndna styttri tíma en mitt eigið heimsmet. Banda- ríska sundliðið vann þannig sitt 16. Olympíugullmerki, og ég varð fyrsti sundmaður allra tíma, sem hreppt hafði 4 gullmerki. En sigrar mínir höfðu orðið til þess, að ég gerði mér
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.