Úrval - 01.09.1971, Síða 101
EKKI SIGURINN HELDUR BARÁTTAN
99
ir snúninginn á nákvæmlega sama
augnabliki og ég Við horfðumst í
augu. Hann hafði augsýnilega einn-
ig spyrnt sér frá veggnum með fót-
unum í öðrum snúningnum eins og
ég. Og við vorum enn nákvæmlega
samhliða. Hann var ekki þumlungi
á undan mér. Og á þessu augnabliki
greip sú hugsun mig, að ég mundi
sigra.
Hann byrjaði að dragast aftur úr,
og í fimmtu ferðinni var ég kominn
næstum hálfri líkamslengd fram úr
honum. Nú gat ég hætt á að hægja
svolítið á mér. Það gerði ekkert til,
þótt hann synti stuttan spöl kann-
ske svolítið hægar en venjulega af
ásettu ráði , því að það var mögu-
legt, að við hefðum farið of geyst
af stað.
Ég hélt áfram að vera svolítið á
undan Roy. En í snúningnum eftir
300 metrana tók ég eftir því, að ég
var þar ekki einn á ferð, heldur
sneru tveir aðrir keppendur sér um
leið og ég, þeir Allan Wood frá
Ástralíu og Frank Wiegand frá
Þýzkalandi. Ég hafði dregið svolít-
ið úr ferðinni, hafði aðeins gætt þess
að vera svolítið á undan Roy. Nú
varð ég skyndilega að fara að gæta
mín á þessum tveim.
Murray Rose var sjónvarpsþulur
í þessari keppni. Þegar ég hafði
synt 300 metra, sagði hann: „Það
verður ekki sett neitt heimsmet í
þessari keppni. Schollander verður
að synda síðustu hundrað metrana
á einni mínútu og tveim sekúndum
til þess að setja heimsmet. Og eng-
inn hefur nokkru sinni getað synt
síðustu 100 metrana í sundi þessu á
svo stuttum tíma.“
En ég hafði synt fimmta og sjötta
spölinn fremur hægt, og þessir tveir
keppinautar höfðu snögglega skotið
mér skelk í brignu, og því synti ég
síðustu 100 metrana á einni mín-
útu einni sekúndu og 4/10 úr sek-
úndu og hnekkti þannig heimsmet-
inu. En það var bara tilviljun að ég
setti heimsmet. Þegar til kastanna
kemur, er það þýðingarmest að
vinna keppnina, og bardagaáætlun-
in miðast alltaf við það eitt að sigra
en ekki við að hnekkja meti.
Lokakeppni mín var 4x200 metra
boðsund með frjálsri aðferð. Ég átti
líka að synda síðasta spölinn í þessu
boðsundi eins og í hinu. Og liðsmað-
ur okkar var heilli líkamslengd á
undan hinum, þegar ég tók við. Ég
burfti því ekki að láta eins og vit-
laus maður til þess að tryggja liði
okkar sigurinn. Tækist mér að
ljúka þessum síðustu 200 metrum á
aðeins tæpum tveim mínútum, yrði
ég örugglega á undan þeim hinum.
En ég kærði mig samt ekki um að
glata hinu minnsta af því forskoti,
sem félögum mínum hafði tekizt að
tryggja liði okkar. Ég setti stolt
mitt í, að það skyldi aldrei verða.
Ég áleit, að ég gæti neytt ýtrustu
krafta minna enn einu sinni í við-
bót.
É'g lauk þessum 200 metrum á
einni mínútu fimmtíu og fimm sek-
úndum og 6/10 hlutum úr sekúndu,
en það var tveggja sekúndna styttri
tíma en mitt eigið heimsmet. Banda-
ríska sundliðið vann þannig sitt 16.
Olympíugullmerki, og ég varð fyrsti
sundmaður allra tíma, sem hreppt
hafði 4 gullmerki. En sigrar mínir
höfðu orðið til þess, að ég gerði mér