Úrval - 01.09.1971, Page 104

Úrval - 01.09.1971, Page 104
102 ÚRVAL Sýningin hófst klukkan 9 að kvöldi. Og rétt áður en sýningin hófst, birtist Gottvalles snögglega . . . sem sjónvarpsþulur. Síðar kom- umst við að því, að hann hafði gert sér allt far um að lítilsvirða okkur Gary í sjónvarpsútsendingunni. Við tókum þátt í 100 metra keppni með frjálsri aðferð gegn sex frönskum sundmönnum. Og það vildi svo til, að Gary varð fyrstur fyrstu 90 metrana, en ég fór fram úr honum, rétt áður en kom að markinu. Gott- valles skýrði það fyrir sjónvarps- áhorfendum, að þetta væri gott dæmi um bardagaaðferð okkar. Hann sagði, að þetta hefði verið fyrirfram ákveðið af okkur. Hann gaf í skyn, að ég gæti ekki sigrað, nema ég hefði einhvern með mér mér til hjálpar, hvað hraða- og tímaskyn snerti. Sumum hinna frönsku vina okk- ar gramdist árás þessi. Og eftir keppnina skýrðu þeir okkur frá því, að almenningur byggist ákveðið við því, að við kepptum gegn Gottvall- es næsta dag í hinni árlegu hafnar- sundkeppni, sem gekk undir nafn- inu „Jólakeppnin". Við Gary urðum bálreiðir. Við vorum ekki búnir undir slíka keppni. En vinir okkar grátbáðu okkur um að taka áskorun þessari. ..Sýnið nú hinn sanna íþróttaanda “ sagði einn. „Það er þegar búið að tilkynna þátttöku ykkar í dagblöð- unum!“ Þeir höfðu veitt okkur í gildru. Við sáum í anda fyrirsagnir blað- anna um „hina vanþakklátu Banda- ríkjamenn“, ef við tækjum ekki þátt í keppninni. Og okkur fannst seni við værum skyldugir til þess að keppa. Því samþykktum við að gera það. Þegar við komum niður að höfn næsta morgun, var geysileg sund- sýning í fullum gangi, kappsigling- ar af öllu tagi og garpar þjótandi á vatnaskíðum. Það var úrkoma þennan dag. Við höfnina voru sam- an komnir um 3000 áhorfendur. Lagt var af stað frá vélskipi, sem lá fyrir akkerum í höfninni. Þegar við héldum út í vélskipið með hrað- bát, sá ég, að sjórinn var mjög óhreinn. Þar flaut alls konar rusl, og þar var mikið um olíubletti og rákir. É'g fylltist ógeði við tilhugs- unina um sundið, þegar ég sá allan þennan óþverra. Svo teygði ég mig út yfir borðstokkinn og dýfði hend- inni í vatnið. Það var ískalt! Ég hafði um tveggja mínútna um- hugsunarfrest til þess að ákveða, hvernig ég ætti að haga sundi mínu í keppni þessari. Mjög kalt vatn getur verið hættulegt, þegar maður er ekki vanur því. Það hefur þau áhrif á vöðvana, að þeir herpast saman, og það eykur hjartsláttinn. Ég vissi, að það var um að gera að fara nógu hægt af stað. En þá mundi ég lenda í vanda, Það voru meira en heil tylft keppenda í keppni þess- ari, og höfninni hafði ekki verið skipt í rennur með köðlum. Drægi ég mikið af mér í byrjun, yrði ég króaður af og kæmist ekki áfram. Það var jafnvel fjári þröngt við byrjunarlínuna, vegna þess að hin- ir sundmennirnir flýttu sér að taka sér stöðu rétt hjá okkur Gary. Þeir umkringdu okkur næstum. Þá sá ég ,að Gottvalles stóð dá-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.