Úrval - 01.09.1971, Page 105

Úrval - 01.09.1971, Page 105
EKKI SIGURINN HELDUR BARÁTTAN 103 lítið afsíðis frammi í stefni skipsins. Hann hafði nóg rúm. Úr þessari byrjunarstöðu sinni kæmist hann strax á undan okkur og við hefðum ekki roð við honum. Á því augna- bliki var ég sannfærður um, að þetta voru allt samantekin ráð keppenda. Hér var um sviðsetningu að ræða. Gottvailes hlaut að hafa búið sig undir þessa keppni mánuð- um saman, æft og þjálfað og gert sér sérstak'íega far um að venjast köldum sjónum. Og hvað hafði ég aðhafzt á meðan? Eg hafði bara setið veizlur og haldið ræður. Eg horfði á Gary, þar sem hann stóð umkringdur frönsku sundmönnun- um í hinum enda skipsins, og á keppendurna, sem höfðu safnazt saman í kringum mig. Og svo varð ég alveg bálvondur. Ræsirinn skipaði okkur að taka okkur stöðu. Og ég klöngraðist upp á borðstokkinn eins og allir hinir. En skyndilega stökk ég niður af honum aftur og hljóp í áttina til stefnisins. Og þegar ræsirinn gaf merki um, að við skyldum stinga okkur, var ég enn að hlaupa eftir þilfarinu. Eg stakk mér fyrir aftan þá hina, en nú var aðeins einn kepp- andi milli mín og Gottvalles. Kuldinn heltók mig. Það var eins og ég hefði verið stunginn með hníf. Eg sá, að Gottvalles fór hægt af stað. En keppandinn, sem var á milli okkar, stefndi ekki heint til strandar, heldur stefndi skáhallt í áttina til mín. Það leit út fyrir, að hlutverk hans væri að vera eins konar fleygur á milli okkar Gott- valles. Hann átti að synda í veg fyrir mig. Ég yrði því að hafa hratt af stað, ætti mér að takast að komast fram hjá hounm, áður en honum tækist að synda i veg fyrir mig og tefja mig. Og ég fengi óhjákvæmilega sundkrampa, ef ég færi geyst af stað. Ég spurði sjálfan mig, hverju máli þessi keppni skipti svo sem. Hvers vegna átti ég að berjast upp á líf og dauða fyrst það skipti Frakkana svona miklu máli? En fjandinn hafi það! Keppnin skipti mig miklu máli! Ég var nógu ung- ur og vitlaus til þess að vilja alls ekki tapa. Ég ætlaði ekki að láta neinn hafa mig að fífli. Ég ætlaði að sigra Gottvalles einmitt hérna í höfninni! Maður gleymir því fljótlega, hversu sár sundkrampinn getur verið. Ég fann hann byrja í magan- um og breiðast út til fótleggjanna. Og ég var hræddur um, að hann heltæki mig, áður en ég næði til strandar. Ég hélt. áfram að synda eins hratt og mér var frekast unnt. Eina hugsunin, sem komst að í huga mér, var sú, að bví hraðar sem ég synti því fyrr lyki sundinu. Og svo snertu fingur mínir steinsteypta bryggjuna, og sundinu var lokið. Ég staulaðist strax á fætur. Það má maður aldrei gera. Maður verð- ur að bíða þess í vatninu, að hjart- slátturinn verði eðlilegur. Upp- hurðarafl vatnsins gerir manni það auðveldara. En mér var svo kalt, og kvölin var svo ofboðsleg, að ég varð að komast strax upp úr sjón- um. Nokkrum sekúndum síðar skreið Gary einnig upp á bryggj- una og staulaðist á fætur. Einhver kastaði teppi yfir mig,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.