Úrval - 01.09.1971, Side 106
104
ÚRVAL
og tveir menn tóku að nudda fót-
leggi mína til þess að draga úr
krampanum. Svo hneig Gary snögg-
lega niður, þegar hann fékk ofsa-
legan krampa í fótleggina og mag-
ann. Hann varð að fá læknishjálp.
Sn það var samt þýðingarmest, að
við höfðum tryggt okkur tvö fyrstu
sætin. Gottvalles varð sá þriðji.
ÞROTLAUST KAPPHLAUP
VIÐ TÍMANN
Ég hafði fengið skólavist í Yale-
háskólanum. En vegna Olympíu-
leikjanna var mér leyft að sleppa
haustnámstímabilinu (ég vann það
upp síðar) og hefja nám í byrjun
miðtímabilsins. Ég fluttist því til
New Haven í Connecticutfylki
skömmu eftir heimkomuna frá
Frakklandi.
Ég vildi, að háskólanám mitt við
Yaleháskólann yrði upphafið að
einhverju nýju í lífi mínu. É'g kom
til Yale sem nemandi en ekki sem
sundmaður. Og ég vonaði, að aðrir
mundu líka líta þannig á málið. En
það liðu ekki margir dagar, þangað
til mér var farið að finnast sem ég
væri ein af helztu myndastyttunum
á háskólasvæðinu. Fólk starði á
mig, hvar sem ég fór. Strákarnir
sögðu félögum sínum eða vinstúlk-
um sínum frá því, hver ég væri, og
bentu á mig eins og dauðan hlut.
Ég leit þá undan og reyndi að láta
þetta ekki þvinga mig allt of mik-
ið. Ég reyndi að skeyta sem minnst
um þetta. En svo þegar ég leit aftur
í sömu átt og áður, voru þeir enn
að stara á mig og hvíslast á.
Rétt eftir að ég kom í skólann,
fóru að berast til mín hatursbréf
með alls konar svívirðingum, og ég
fór að fá fáránlegar upphringingar.
Gagnfræðaskólastúlkur hringdu í
mig og buðu mér þjónustu sína í
rúminu alveg opinskátt. Litlu krakk-
arnir hringdu í mig og báðu mig um
góð ráð viðvíkjandi sundi og sund-
tækni, og ég talaði við þá. (Sumir
krakkarnir hringdu í mig í fjögur
ár samfleytt). Og í kaupbæti hafði
verið gerð kvikmynd um mig, sem
gerði það að verkum, að ég kveink-
aði mér næstum, í hvert skipti sem
ég heyrði nafn hennar: Pilturinn,
sem syndir eins og fiskur. Og hún
gekk ásamt annarri mynd í einu af
kvikmyndahúsunum niðri í miðbæ,
þegar ég kom til Yale.
Helzta vandamál mitt var tíma-
hrakið. Ég var í þrotlausu kapp-
hlaupi við tímann. Kapphlaupið
hófst jafnvel, áður en kennslan
hófst. Daginn eftir að ég kom til
New Haven, skauzt ég suður í Ohio-
fylki og varð við beiðni um að sitja
kvöldverð Sundlaugastofnunar
Bandarxkjanna í Cleveland. Viku
seinna fór ég til New Yorkborgar
til þess að taka þátt í sjónvarps-
þætti. Þrem dögum síðar fór ég aft-
ur til New Yorkborgar til þess að
sitja þar kvöldverð B‘nai B'rith
Sportklúbbsins sem heiðursgestur.
Þ. 8. febrúar árið 1965 skrapp ég
vestur til Oregonfylkis vegna ,,Don
Schollanderdagsins", en þar varð ég
meðal annars að ávarpa sameigin-
legan þingfund beggja deilda fyik-
isþingsins og taka þátt í opinberri
móttökuveizlu á eftir. Ég kom aftur
til Yale þ. 9. febrúar, og fimm dög-
um síðar fór ég til Milwaukee til
þess að taka á móti verðlaunum